Sultuklúbburinn...

...var stofnaður 4. oktober 2004.

mánudagur, febrúar 7

Andlit klúbbsins?
Ég er að hugsa um að koma með uppástungu að andliti klubbsins út á við! Hef ég ákveðið að tilnefna sjálfa mig sökum þess hve gríðarlega vel ég tók mig út í fréttunum í sjónvarpinu í dag með Dóra Ásgríms :) Einnig tel ég mig vera verðugt andlit klúbbsins þar sem ég er formaður og auk þess hef ég alltaf nægan tíma þar sem ég á mér ekkert líf, enga fjölskyldu og engin börn! Ef einhver er þessu mótfallin þá má sá hinn sami bara eiga það við sjálfan sig, en þeir sem eru hlintir þessu endilega kommentið þig!

1 Comments:

Blogger Guðbjörg said...

Já, þú ástarfaðir himinhæða... það er ekki spurning að þú verður andlit klúbbsins út á við. Þú varst rosaleg í sjónvarpinu í kvöld, mændir upp á Dóra kallinn og vá þvílík aðdáun hún var engu lík. Ég sé bara fyrir mér að þetta komi til með að hjálpa klúbbnum mikið þú gæti jafnvel fengið fjárstyrk hjá Dóra vini þínum...ha það væri ekki slæmt!

10:45 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home