Sultuklúbburinn...

...var stofnaður 4. oktober 2004.

föstudagur, maí 6

Afmæliskveðja og nýr meðlimur!

Það vill nú svo vel til að tveir meðlimir Sultuklúbbsins eiga afmæli í dag þann 6. maí.
Af því tilefni var kökuveisla og meððí í dag og svo áframhaldandi skemmtun núna í kvöld, tóm gleði og gaumur.
Þessar tvær yndisfríðu og geðgóðu dömur eru: Guðbjörg, contributor með fleiru og Sigga Stanley frá Ísó. Óskum við þeim innilega til hamingju með daginn og megi þær lengi lifa þessar elskur!!

Eins og kunnugt er hefur umsóknum um aðild að klúbbnum rignt inn og bissý meðlimir hafa gefið sé tíma til að leyfa einum nýjum, verðugum meðlim að fá inngöngu. Stúlkan sú heitir Eyrún Anna Finnsdóttir og er vel að aðild komin, hefur sýnt með mikilli vinnu, krúttleika, almennilegheitum og smjaðri að hún er frábært Sultuklúbbsefni og mun hún vígjast í klúbbinn í kvöld!!
Til hamingju elsku Eyrún okkar!!
(Munum setja inn fréttir af kvöldinu okkar seinna ásamt greinargóðri lýsingu á "gjörningi" kvöldins)

Kossar og knús fyrir hönd klúbbsins, Stæner Turner hirðfífl með fleiru. :O)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home