Sultuklúbburinn...

...var stofnaður 4. oktober 2004.

mánudagur, maí 30

Hæ hæ gellur

Jæja, hérna sit ég eftir erfiðan vinnudag og reyni að læra. :( Þetta er ekki nógu sniðugt því ég er nú búin að læra nóg í dag. Þetta er miklu flóknari vinna en ég bjóst við þannig að heilasellurnar eru allar farnar að sofa eftir átök dagsins. En ætli það sé ekki best að reyna að vekja nokkrar og reikna eins og eitt tvö dæmi snöggvast.

Baráttukveðjur til ykkar sem eruð í sömu sporum. :)
Kveðja Eyrún

4 Comments:

Blogger Stina said...

Hæ hæ
Ég er einmitt með tvo ælu- og drullugutta hér hjá mér. Þvílíkt ástand. Alveg til að drepa heilasellurnar og það sem meira er...tímann!
Gangi ykkur vel, ég reyni eins og ég get í skjóli nætur að reikna....það gerir EVÍ líka meira rómó!
:O)

3:45 e.h.  
Blogger Guðbjörg said...

Æi, þetta er ekki gott vonandi nærðu að vekja sellurnar og ná helv....prófinu svo þú getir einbeitt þér að vinnunni.
Ég er svo heppin að ég þarf ekkert að hugsa í minni vinnu svo heilinn minn verður vel afslappaður í haust=O)

Ég segi svo bara áfram sultur þið komið til með að rústa þessu prófi það er ekki spurning:)

Kveðja Oreblu stúlkan

9:45 e.h.  
Blogger Eyrún said...

Ég er bara búin að gleyma þessari eðlisfræði. Hef ekki opnað bækurnar í næstum því 2 mánuði þegar síðasti tíminn var. :( Þannig að ég ætla bara rétt að vona að ég nái þessu núna í fyrstu tilraun svo þetta hangi ekki yfir mér í allt sumar. Þá nær heilinn minn ekkert að slappa af í sumarfríinu í júlí.
Kveðja Eyrún

10:38 e.h.  
Blogger Aðalheiður said...

Já dömur ég ætla allavega að meika það þó að ég hafi ekki verið neitt sérstaklega dugleg að læra, það kemur það kemur!!! Ég ætla allavega ekki að taka þetta í 3ja skiptið, nei takk :( Hvað varðar heilasellurnar þá fækkar þeim ekkert í vinnunni hjá mér, það eru frekar lappirnar sem eyðast upp en það er bara jákvætt svo framarlega sem ég styttist ekki, því ekki má ég við því :)

11:23 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home