Sultuklúbburinn...

...var stofnaður 4. oktober 2004.

mánudagur, ágúst 29

Takk fyrir mig

Ég vil þakka fyrir frábærar gjafir sem sultuklúbburinn færði mér á afmælisdaginn minn. Það er ekki amalegt að eiga svona hugulsama vini. Fyrir forvitna þá var í pakkanum bókin "Móðir í hjáverkum", bleikir loðinniskór, mini skrifstofusett (heftari, gatari, límband) og afmæliskerti sem spilaði afmælislagið. Allt hlutir sem mig bráðvantaði og koma sér því vel. Þúsund þakkir og stórt knús
Alda Björk

3 Comments:

Blogger Aðalheiður said...

Ég veit við erum yndislegar og gefum bara gjafir sem að koma að góðum notum ;)

9:07 e.h.  
Blogger Stina said...

Vá Alda, það er naumast að útlendingarnir commenta á þig. :O)
Enda vinsælasta stúlkan ;O)
Verði þér að góðu krúttið mitt og njóttu vel. Veitingarnar voru nú bara brilliant og ég vil þakka fyrir þær enn og aftur! Nammi namm,
Stænerinn.

9:30 f.h.  
Blogger Aðalheiður said...

helvítis auglýsingakomment!!! ég þoli þetta ekki :( ég tek mér það bessaleyfi að eyða þessu út :)

10:17 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home