Sultuklúbburinn...

...var stofnaður 4. oktober 2004.

þriðjudagur, júní 20

HALLÓ HALLÓ HALLÓ SKVÍSUR

Ég held ég tali fyrir okkur allar þegar ég segi að þetta gengur nú bara ekki lengur. Við bara verðum að fara að hittast. Þannig að eftir nokkrar athuganir þá er verið að skoða það hvort allir séu ekki lausir 8 júlí, ha??? Planið er að koma í mat til mín þar sem ég mun bera í ykkur kræsingar og svo er restin af kvöldinu ennþá til hugleiðingar. Tekið er við ábendingum. :) En endilega látið heyra í ykkur.

Kveðja Eyrún

8 Comments:

Blogger Alda said...

já mér líst vel á þetta framtak þitt Eyrún, ég tek kvöldið frá.
Kveðja Alda

10:24 f.h.  
Blogger Aðalheiður said...

NNEEEEEEEEEEEIIIIIII ég er að fara suður á footloose þessa helgi með sollu systur :( Af hverju þarf alltaf allt að gerast á sama tíma? ;) svona er bara lífið!! hehe

10:57 f.h.  
Blogger Aðalheiður said...

ég er annars með tillögu. þið hittist 8 júlí!!! Mér datt svo í hug hvort að þið væruð til í grillteiti heima hjá mér í hádeiginu á laugardag eða sunnudaginn næsta, er að vinna frá klukkan 15 báða dagana. Það mætti alveg vera fjölskyldudæmi og allt, held meira að segja að það ætti að vera gott veður þannig að það væri hægt að vera úti. pylsur yrðu á boðstólnum en ef menn vilja kjöt yrðu menn að koma með það sjálfir. sjálf get ég brallað salat og eitthvað meðlæti!! Hvað segið þið????

12:09 e.h.  
Blogger Aðalheiður said...

ps ég er ekki að reyna að toppa teitið hennar eyrúnar, mig langar bara til að hitta ykkur!!!

12:09 e.h.  
Blogger Alda said...

Heiða ég mæti næstu helgi ekki spurning

1:01 e.h.  
Blogger Guðbjörg said...

Já þetta er frábært hjá þér Eyrún, ég hef ekkert skipulagt þessa helgi svo ég tek þann áttunda frá...hlakka svooo til:)
Því miður get ég ekki svarað þér Heiða mín hvort ég kemst þessa helgi, læt veðrið ráða því;)
Bið annars bara að heilsa ykkur öllum og hlakka til að hittast:O)

1:38 e.h.  
Blogger Eyrún said...

Þessi dagur var nú einmitt valinn vegna þess að þú Heiða ert í fríi. ég er sko búin að liggja yfir vaktarplaninu þínu.

9:26 e.h.  
Blogger Stina said...

Góður Eyrún mín!
Ég mæti að öllu óbreyttu. Mamma á afmæli þennan dag en ég held að hún ætli ekki að gera neitt sérstakt. Kannski ég taki hana bara með mér. :O)
Nei, maður segir nú bara svona.
En alla vega þá hlakka ég til.
Go Eyrún!

11:50 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home