Sultuklúbburinn...

...var stofnaður 4. oktober 2004.

þriðjudagur, maí 8

Party, party, party

Jæja elskurnar mínar.
Nú þegar fer að líða að lokum annarinnar og skólans hjá sumum langar mig að bjóða ykkur hér í hús í Júrópartý.
Datt í hug að hafa léttar veitingar og skemmtiatriði, en sýnist reyndar að lögin í keppninni sjái flest um þau sjálf....


Alla vega er party at my palace á laugardaginn fyrir þær sem vilja, endilega mætiði, það verður pottþétt stuð!!!!
Ég veit að það er eitthvað um fjölskylduhitting og svona, en we are family, það má ekki gleymast. Síðasti séns í bili að hittast í bili og eiga góða stund SAMAN :O)
Svo er auðvitað í boði að mæta bara hvenær sem er, en þætti vænt um að vita sirka með mætingu í léttu veitingarnar mínar.
Kv. Stína Euroóða.

sunnudagur, maí 6

Til hamingju með árin 53!!

Í dag eiga okkar yndisfríðu og frábæru naut afmæli, þær Guðbjörg og Sigga Gunna. Eins og alþjóð veit eru þær báðar búnar að fá vinnu næsta haust og eru að fara að hrella börn í Kópavogi og á Skagaströnd, gangi ykkur vel elsku krúttin okkar og innilega til hamingju með daginn. Þið eruð algjör rassgöt og okkur þykir ekkert smá vænt um ykkur mússurnar okkar. :O)
Vona að þið fyrirgefið okkur að setja inn myndir af ykkur hérna, en við stóðumst ekki mátið.


Þessi mynd sýnir ungfrú Sigríði við töfluna í Hjallaskóla...hún var hvött til að falla inn í hópinn :O)


Og hér er Guðbjörg okkar að trylla lýðinn í Köntríbæ! Ekki hægt að sjá á henni þessari að hún sé 28!! ;O)

TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIN!
Kv. Sulturnar.