Sultuklúbburinn...

...var stofnaður 4. oktober 2004.

miðvikudagur, desember 12

Ný sulta fædd

Ég var ekki að búa til nýja tegund að sultu heldur var Eyrún að unga út henni Stínu litlu sem hefur verið minnst á í kommentum hérna áður :)

Fyrir hönd klúbbsins þá vil ég óska Eyrúnu, Víði og Áka til hamingju með stúlkuna þó að flestar (þó örugglega allar, vil þó ekki alhæfa) séum við búnar að óska þeim til hamingju á barnalandinu og í skilaboðum :)


Hér er stoltur stóribróðir á mynd sem ég stal af síðunni þeirra :)