Sultuklúbburinn...

...var stofnaður 4. oktober 2004.

sunnudagur, maí 15

Smá öppdeit!!!

Jæja, þá er hinu magnaða kvöldi okkar lokið og var það alveg geggjað stuð (við hverju er að búast?) Gjörningur kvöldsins var poppað handa Öldu og stóðu Guðbjörg og Aðalheiður að því :)
Síðan var komið að spili kvöldsins, búið var að útbúa ótal spurningar sem tengdust sögu landsins (vegna aðvífandi prófs) og voru þær efnislegar og ártalatengdar og óhætt er að segja að við höfum hrokkið í gírinn. Þá var einnig liður í spilinu sem nefndist "er einhver hér frá..." og tengist efni SAS tíma frá liðnum vetri til heiðurs honum Braga okkar. Þá var einnig komið að verðlaunaafhendingu og var þar ótal titlum dreift út og allir urðu mjög snortnir af verðlaununum. Nýr meðlimur var vígður
i klúbbinn, það er hún Eyrún okkar og kom það henni mjög á óvart enda contributorar búnir að fara ótrúlega hratt yfir umsóknir sem hafa hrannast inn. Þeri hafa gefið sér tíma til þess þrátt fyrir miklar annir við próflestur!
Ég vil nota tækifærið og biðja aðalfólk klúbbsins að slengja inn titlum og nafni þeirra sem unnu verðlaunin.
Nóg í bili, nýjar myndir af glæstum meðlimum vors klúbbs komnar inn! :O)
Venlig hilsen, Turner.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home