Sultuklúbburinn...

...var stofnaður 4. oktober 2004.

laugardagur, júlí 30

Söknuður...

Stelpur, ég sakna ykkar!
Ég get varla beðið eftir að skólinn byrji aftur og allt verði eins og það var!!
Ég er nýkomin úr fríi um suðurlandið, var á Flúðum í sumarbústað í 24 stiga hita og sól allan tímann! Það var heitur pottur þar og bara yfir höfuð næs. Stína sá bæði Gullfoss og Geysi (öllu heldur Strokk) sem hún hafði aldrei áður augum litið, hið merka Skálholt og fæðingarstað Gissurar jarls, Hruna. Þá var ég líka að sinna plöntusöfnun og pressun auk plöntugreiningar en því miður fór minna fyrir reikningnum. Síðan er bara lærdómur framundan og að klára gamlar syndir til að geta byrjað fersk með ykkur í haust.
Knus og kram, ykkar auðmjúka Sultukerling Stæner Turner.

2 Comments:

Blogger Eyrún said...

Við höfum sem sagt verið á svipuðum slóðum á sama tíma. Ég var að koma heim úr bústað í Ölfusborgum. Sá líka skálholt en við fórum á Gullfoss og Geysi í fyrra þannig að núna fórum við á Stokkseyri og Laugarás í Slakka. Rosa gaman. Vorum líka með heitann pott sem var óspart notaður í góða veðrinu. Þetta er nú ekki ónýtt að búa hérna eða þannig. ég missi sko ekki af neinu. Nylon var sko að byrja núna í bænum. Ég er sko búin að vera veik síðan í gær þannig að ég fæ stemminguna heim í stofu og svo heyrði ég einhver læti úti í gær og leit út um gluggan og þá var fullt af strákum beint fyrir utan hurðina hjá mér og þeir voru búin að tjalda tveim tjöldum í garðinum og voru að blása upp vindsæng og koma sér huggulega fyrir. Mér leist nú ekki á en hafði ekki heilsu til að reka þá í burtu en svo hljóta þeir að hafa áttað sig á að þeir hafi farið eitthvað vitlaust því tóku alltí einu saman og létu sig hverfa.
En alla vega, er nú líka farin að hlakka til að byrja í skólanum bara. þarf að fara að vinna á þriðjudaginn en er ekki að nenna því.

Kveðja Eyrún

2:32 e.h.  
Blogger Aðalheiður said...

já já montið ykkur bara af einhverju skemmtilegu sem þið hafið verið að gera í sumar!!! Ég get líka montað mig!!!! ÉG er búin að chilla með vinum mínum í sumar í 8 tíma á dag og hef fengið borgað fyrir það, geri aðrir betur ;)

7:40 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home