Sultuklúbburinn...

...var stofnaður 4. oktober 2004.

þriðjudagur, september 12

Krossanesborgir og Hundatjörn

Ég er með tillögu!!!

Ég ætla sem sagt að skella mér á Krossanesborgir næsta fimmtudag (14. sept.)kl 16:30 og langar til þess að bjóða ykkur með mér!! Við gætum þarna farið með háfa og veitt í Hundatjörn til þess að sjá hvað er í boði þar í lífríkinu og svo gætum við jafnvel haft með okkur nesti en það fer allt eftir því hvernig veðrið er en aðal ástæðan væri að skoða umhverfið þarna i góðra vina hópi! Svo ég viðurkenni eitt fyrir ykkur þá hef ég aldrei komið þarna þó að þetta sé hérna alveg í bæjarlandinu.

Háfa er hægt að kaupa í RL búðinni á gjafaverði eða aðeins 99 kr.

Endilega kommentið um það hvað ykkur finnst og hvort að þið ætlið að mæta þarna með mér?

7 Comments:

Blogger Guðbjörg said...

Vá hvað þetta er geggjuð hugmynd, langar að vera memm!!!!

2:19 e.h.  
Blogger Stina said...

Pant vera memm!
:O)
Ég hef ekki heldur komið þarna og þetta verður örugglega ógó spennandi!

3:39 e.h.  
Blogger Aðalheiður said...

já svo verðum við að muna að hafa með okkur stækkunargler!

8:36 e.h.  
Blogger Alda said...

já góð hugmynd, ég ætla að hugsa málið, Guðrún er víst handleggsbrotin og hennar bekkur er að fara á morgun að veiða pöddur í Hundatjörn, spurning hvernig hún verður eftir það, Rakelar bekkur er að fara á Krossanesborgir á morgun, greinilega heitasti staðurinn þann 13. september.
Kv Alda Björk

8:44 e.h.  
Blogger Guðbjörg said...

Þú ert nú alveg úti á túni Alda mín...það er hvergi nefnt í færslunni að það verði farið 13. sept. ;)

1:37 e.h.  
Blogger Alda said...

Nei alveg úti að skíta, það stendur nefnilega að það eigi að fara 14. sept og líka að það eigi að fara á fimmtudegi. En svona er að lesa ekki leiðbeiningarnar. Þá horfir málið öðruvísi við þar sem þá er ekki foreldrafundur í skólanum og ekki fimleikar hjá Rakel. Verð í bandi við ferðamálastjórann um það hvernig ástandið er á mér og mínum.
KV Alda Björk.

3:20 e.h.  
Blogger Eyrún said...

Jább, ég er klár...

10:16 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home