Bústaður og SKAUTAR
Þá er komið að því, bústaðarferðin nálgast óðfluga og fólk er komið með hlutverk fyrir ferðina. Það er allavega komin matarnefnd og skemmtinefnd :) Vildum einnig setja á fót þrifnaðarnefnd en ákváðum svo að það væri best að láta af allri stéttaskiptingu þar og gera það saman því það tæki minnstan tíma! Ég get allavega ekki beðið eftir því að láta letina taka yfirhöndina (þá leti sem ekki er enn komin fram á sjónarsviðið) og slaka á í heitum potti. Svo get ég ekki beðið eftir að deila rúmi með náttfatasálufélaganum mínum ;) hehehe
En það er annað mál á dagskrá! Hvenær eigum við að hafa skautadag klúbbsins? Ég veit að það eru nokkrir meðlimir sem geta ekki beðið eftir að mæta á skauta með fjölskyldurnar sínar!!! Komið endilega með uppástungu annars ákveð ég bara dagsetningu...
En það er annað mál á dagskrá! Hvenær eigum við að hafa skautadag klúbbsins? Ég veit að það eru nokkrir meðlimir sem geta ekki beðið eftir að mæta á skauta með fjölskyldurnar sínar!!! Komið endilega með uppástungu annars ákveð ég bara dagsetningu...
7 Comments:
Ég verð nú að koma með tillögu þar sem það virðist vera mín sérgrein að finna tíma;) en ég verð allavega heima helgina eftir bústaðarferðina og væri til í að kíkja á skauta:)
Sigga var annars með áhyggjur af að vera ekki í einhverri nefnd...en á var að hugsa að við erum auðvitað í bílanefndinni, sjáum um akstur fram og til baka:D
Gleymdi auðvitað að minnast á þá nefnd, hún er auðvitað jafn mikilvæg og hinar, ef ekki mikilvægari!
Já það er víst skemmtilegra að hafa börnin með í fjölskylduferð;)
...það kemur þá bara í ljós hvort ég kemst með ég virðist alltaf vera svo upptekin um helgar, alltof mikið að gera hjá manni í félagslífinu:)
Já, ég er frekar hrædd við þessa ferð. Má ég vera á kantinum og gefa ykkur heitt súkkulaði í staðinn? Eða mynda eða eitthvað?
Hmmmmmmmm
Já krakkar!
Pabbinn ætlar að lána mér kaggann, sem er 4X4 og station þar að auki!!
Hann þvertekur fyrir að við borgum í bensín og vill að við njótum frísins vel.
Ég planlegg að fara héðan rúmlega 17 á morgun, í síðasta lagi 17:30. Þeir sem hafa áhuga á þessari ferð hafi samband.
Planið er að vera búnar að kveikja á kertum, hita bústaðinn og gera kósí áður en restin kemur!!
:O)
Ég hlakka til!!!!
Ég á að öllum líkindum von á vini mínum í heimsókn á næstu helgi. En hver veit, kannski maður plati hann bara með á skauta... ;o)
Skrifa ummæli
<< Home