Sultuklúbburinn...

...var stofnaður 4. oktober 2004.

fimmtudagur, október 27

Sultudjamm!!!

Jæja dömur mínar, þá fer að koma að því!!
Dagsetningin er 28.október, dagurinn er föstudagur og er á morgun!!
Okkur langar sumsé að hafa hitting og hafa það næs, líta uppúr skólabókunum og gera okkur dagamun.
Hugmyndin er að hittast á bjórkynningu Magister á morgun klukkan átjánhundruð.
Þaðan munum við síðan bruna heim til Stínu og fá þar veitingar.
Við höfum ákveðið að útbúa dishy desert og höfum ýmislegt skemmtilegt í pokahorninu.
Vegna slæmrar reynslu af 80's þema var ákveðið að hafa þemað "við sjálfar". :O)
Nú, um kvöldið verður svo gert ýmislegt skemmtilegt sem fyrr segir og ætlunin er að fara að djamma á eftir!
Við erum búnar að vera úber duglegar í vetur og það er ekki spurning að við eigum þetta vel skilið og verðum bara enn duglegri að læra á laugardeginum...það fer þó allt eftir stemningu!

Það er semsagt partý hjá Stínu eftir bjórkynninguna for the Jam Club og þar verður kvöld ársins!
Ekki spurning um að mæta, þetta verður NÆS!
Muna að skrá sig á kynninguna, blaðið hangir frammi á gangi í Þv.stræti.
Alllir eiga að mæta til Stínu með eftirfarandi hluti: Eftirvæntingu, spennu, gleði, bros á vör og eitthvað úr vínbúð eða búð að eigin vali :O)
Hittumst hressar og njótum stundarinnar!!!
Stæner Turner!!!

3 Comments:

Blogger Sigga Gunna said...

Já við erum líka allar æði :) Takk fyrir frábært djamm!!!

2:44 f.h.  
Blogger Sigga Gunna said...

Ein sem lennti greinilega ekki á séns í kvöld....

2:45 f.h.  
Blogger Aðalheiður said...

Takk fyrir gríðarlega góða skemmtun!! Myndbandið ykkar var æði, er enn að hlægja að því ;)

7:10 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home