Sultuklúbburinn...

...var stofnaður 4. oktober 2004.

miðvikudagur, september 3

Hittingur?

Jæja þá er nýtt haust, skólar byrjaðir og allr komið á fullt hjá öllum. Mig langaði bara til þess að kasta fram þeirri hugmynd hvort að við ættum ekki að stefna á hitting einhvern tíman núna í haust? Bara svona svo við missum nú alveg örugglega ekki sambandið. Mér þótti allavega MJÖG gaman að sjá ykkur allar í sumar og þætti enn meira gaman ef við gætum hisst allar saman :o) Er meira en til í að skreppa norður yfir eina helgi... endilega hugsið málið og komið með tillögur...
Bestu kveðjur úr borg óttans

17 Comments:

Blogger Guðbjörg said...

Já ég væri meira en til í hitta ykkur. Ég man ekki alveg hverju ég er búin að lofa mér um næstu helgar en held að ég sé laus 20.-21. sept. og 4. -5. okt. Þetta eru bara svona fyrstu helgarnar en svo eru náttúrulega fleiri lausar helgar síðar =O)

2:58 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ég er til í hitting, man ekki eftir að ég sé að gera neitt!!!
er bara heima núna með hægri hönd í gifsi eftir aðgerð
vona að við finnum helgi því mig langar svo sannarlega að hitta ykkur
kv Alda

9:58 f.h.  
Blogger Stina said...

Úff, er einmitt að klára lotu 1 og þetta er töluvert meira en ég bjóst við. Haha, gott á þig hugsa einhverjir en vá, shit hvað ég á eftir að gera mikið. :O) Ætla sumsé að kommenta aftur hér ótrúlega kát og bjartýn-þegar ég næ áttum eftir þessa lotu. Auðvitað elska ég samt að hitta ykkur og vona að það verði. Kv. Turner.

8:21 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég er alltaf til í hitting.
Kv. Eyrún

2:55 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég get nú ekki hugsað langt fram í tímann sko en hvað segið þið um að skoða helgina 4-5 okt fyrst Guðbjörg er laus þá. Finnst ykkur ekki of stuttur fyrirvari helgin 20-21 sept? Hvað segið þið um að fara í pottinn í Abaco eða einhversstaðar og borða svo saman, t.d. fara eitthvað út að borða svo við getum haft það rólegt eftir pottinn.
kv. Eyrún

5:16 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

sammála Eyrúnu, ég má ekki fara í bleyti 20-21 sept svo 4-5 okt hentar betur fyrir mig
kv Alda

6:11 e.h.  
Blogger Guðbjörg said...

Já ég er til 4.-5. okt. þá er líka afmæli klúbbsins en klúbburinn var stofnaður 4. október 2004 svo hann er að verða 4 ára =O)...og mér líst líka vel á hugmyndina hennar Eyrúnar um pottinn og svo út að borða =O)
Þið sem hafið ekki tjáð ykkur endilega kommentið á tímasetninguna.

7:05 e.h.  
Blogger Unknown said...

Ég er einmitt upptekin 19 sept þannig að ég kæmist ekki þá. Væri til í að reyna að hafa þetta eins ódýrt og hægt væri... þar sem flugið norður er ekkert gefins... hvað kostar að fara þarna á ABACO?

8:17 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Það kostaði 1400 síðast þegar ég fór en þá fengum við eitthvað léttvín í pottinn og skiptum með okkur ljóstíma og nuddi í pottinum fyrir vinkonu okkar sem við vorum að gæsa. Ég skal reyna að muna að hringja á morgun og spyrja.
Kv. Eyrún

9:49 e.h.  
Blogger Stina said...

Hæ sætu.
Ég sé til með svona langan hitting, litli er enn límdur á túttuna á mér en ég gæti bara kíkkað á einhvern part af prógramminu. Er einmitt í síðasta tíma lotunnar á laugardeginum þannig að ég verð örugglega búin á því og mörg verkefni sem bíða. En ég læt kannski sjá mig, í mýflugumynd að minnsta kosti. Hefur einhver heyrt í Heiðu skvís? Hún hefur nefnilega ekkert kommentað og við ættum að hafa hana með í umræðunni áður en við plönum meira, ehaggi?
Hugmyndin hljómar annars bara mjög vel hjá ykkur og það verður örugglega gaman. :O)
Kv. Turner.

9:58 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Mundi allt í einu eftir þessari síðu og sá þá hellingsumræðu hérna, ég er laus þarna októbershelgina þannig að ég ætti að geta kíkkað á ykkur :)

Heiða

1:18 e.h.  
Blogger Sigga Gunna said...

Hæ hæ, fór að athuga með flug og útlitið verð ég að segja að hafi ekki verið mjög bjart... á föstudeginum er ekki hægt að fá far nema fyrir 8900 og svo ekki ódýrt fargjald til baka fyrr en um 21.00 á sunnudag... þannig að ég verð eitthvað að hugsa málið... stundum detta inn ódýrari fargjöld en oftast er það ekki fyrr en á síðustu stundu og eitthvað sem ekkert er hægt að treysta á :(

7:29 e.h.  
Blogger Guðbjörg said...

já Sigga mín...það er ekki létt að vera komin í fullorðinna manna tölu og geta ekki lengur hoppað ;0)

9:10 e.h.  
Blogger Sigga Gunna said...

Jebb einmitt það sem ég var að hugsa... ;)

1:18 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

http://www.abaco.is/index.php?path=0-63-58
þarna er veðlisti yfir það sem er í boði í pottinum á Abaco

herðanudd hljómar sérlega girnilega :)

kv Alda

5:27 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Herðanuddið er bara snilld. :)Þarna er einmitt verðlistinn sem ég var að leita að en fann ekki :)Það er sem sagt 1500 fyrir pottinn og gufu.

kv. Eyrún

9:46 e.h.  
Blogger Guðbjörg said...

Uss...mér lýst vel á þetta...væri svooo til í herðanuddið =O)

10:40 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home