Sultuklúbburinn...

...var stofnaður 4. oktober 2004.

mánudagur, júní 13

Kakkar mér leiðist :(

Það er alveg ótrúlega leiðinlegt að vera ekki í skólanum, maður hittir engann, engin verkefnavinna og bara venjuleg vinna sem maður fær enga umbun fyrir nema laun, ekki einu sinni einkun sem er leiðinlegt þar sem það er gaman að fá einkunnir, séu þær jákvæðar :) Við verðum að vera duglegar að reyna að hittast og gera eitthvað annars rotna ég! Líf mitt er svona; vinna, sofa, borða, tölvunördast og svo leggja mig, samt ekki alltaf í þessari röð. Eigið þið ykkur eitthvað líf eða eruð þið jafn lónlí og ég?

4 Comments:

Blogger Eyrún said...

Þetta er nú ekki gott að heyra. Þetta er nú svipað hjá mér nema það er alltaf eins röðin hjá mér þar sem ég er alltaf að vinna á sama tíma. Ég er að vísu í fríi um helgar. Fór meira að segja til Mývatnssveitar um helgina. Tvisvar. Geggjað veður þar, reyndar slatti af flugum líka. en það er satt hjá þér. Við þyrftum endilega að gera eitthvað. Hvernig væri að taka annað sing star kvöld. :) Þá gæti ég stoppað lengur. Áki er að fara til pabba síns í 3 vikur þannig að ég verð alein að væbblast.

8:21 e.h.  
Blogger Stina said...

Stelpur!!!!
Ég sakna ykkar svoooo mikið!
Vildi að maður hefði tekið einhverjar greinar í sumar...með klúbbnum!
Buhuhu....við verðum að fara að hittast!
:O)
Þið eruð bestar !

8:49 e.h.  
Blogger Sigga Gunna said...

Ég ætla nú braa að skella mér á Hvammstanga á helginni og hafa það kósý með Sigrúnu og co... annars eru allir dagar voða svipaðir :o)

10:57 f.h.  
Blogger Guðbjörg said...

æi aumingja stelpan, þú átt þér ekkert líf...ég segi nú bara svona... ég sakna ykkar rosalega mikið en hef samt alveg nóg að gera, til dæmis reif ég upp sólpallinn í dag ALEIN, rosalega dugleg að mínu mati=O)

10:41 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home