Sultuklúbburinn...

...var stofnaður 4. oktober 2004.

föstudagur, október 21

Ferðatilboð

Sælar stelpur!
Ég hef tekið þátt í umræðum síðustu daga um ferðalög og grenndarkennslu :) ég ætla bara að skella fram ferðatilboðum núna ;)
  • Útskriftaferð sumarið 2007, áætlað er að skella sér til einhverrar borgar í nokkra daga til þess að skoða, versla og skemmta sér! Takið endilega frá þetta sumar og byrjið að spara!!!
  • Sumarbústaðarferð í janúar, hvernig væri að slaka á í byrjun annar í þægilegu umhverfi jafnvel með heitan pott og fullt af góðum mat?
  • Kirkjuferð! Hvenær ætluðum við að kíkja í kirkjuferð fram í sveit?

3 Comments:

Blogger Stina said...

Já, ég kaupi þetta næstum, vantar bara smá töfraorð þarna inn í, þ.e. bjór!!
:OD
Ég er líka hlynnt tillögu Sigríðar frændkonu með fleiru um að græja sultuboli fyrir prófin til að byggja upp smá prófstemningu!!!
:O)

5:03 e.h.  
Blogger Sigga Gunna said...

Já og að ógleymdum tjaldferðalögunum sem við ætlunin er að verði farið í, í nánari framtíð... svona þegar við verðum komnar óralangt hver frá annarri :o)

9:45 f.h.  
Blogger Guðbjörg said...

já þetta er rétti andinn og það er ekki spurning að ég skrái mig hér með í allar ferðirnar;)

9:51 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home