Sultuklúbburinn...

...var stofnaður 4. oktober 2004.

þriðjudagur, maí 6

Afmælisskvísur dagsins!

Já góðir hálsar!

Í dag er stórmerkilegur dagur þar sem það hittist svo á að tvær sultur eiga afmæli í dag!
Þær eru Sigga Gunna og Guðbjörg! Þessar stöllur eiga það sameiginlegt að vera frábærir karakterar, skemmtilegar stúlkur, góðar vinkonur og eiginlega bara snillingar svo ekki sé nú meira sagt.Það eru þrjú ár á milli þessara skvísa en við skulum ekkert fara út í aldurinn er það nokkuð? Mig langar bara að segja innilega til hamingju með daginn elsku Guðbjörg og Sigga! Vona að þið hafið það rosalega gott í dag sem og alla daga og njótið dagsins. Hafið svo bara hugfast að þið eruð ótrúlega flottar. Mússí múss.

Vill jafnframt benda á að í dag er blessunarlega megrunarlausi dagurinn þannig að í dag er allt leyfilegt! :O)

Hittumst vonandi hressar fljótlega. (P.s. það bólar ekkert á nýju afmælisbarni) :O)

Kær kveðja fyrir hönd Sultuklúbbsins, Turner.

6 Comments:

Blogger Sigga Gunna said...

Dagurinn er nú ekki enn liðinn ;)
Takk kærlega fyrir kveðjuna.
Búin að fá mér gullrótaköku í tilefni dagsins og ætla út að borða í kvöld, um að gera að njóta dagsins :o)

3:47 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hammó með ammó!!! (maður er orðin svo mikill unglingur :))

4:53 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

æi þetta var ég Heiða...

4:53 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Mússí múss...takk fyrir mig...já það var engin megrun í dag enda ALÞJÓÐLEGI megrunarlausi dagurinn!!! og það var haft í heiðri í dag=O)
Hilsen fra Skagaströnd
Guðbjörg (ammælisstepla :OD)

7:45 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju báðar tvær.

kv. Eyrún

6:35 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

betra seint en aldrei, er svo léleg að fara bloggrúntinn :(
elsku dúllurnar mínar, til hamingju með afmælið um daginn
kv Alda

8:25 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home