Flutningar
Best að koma sér efst á síðuna :) Jæja, þá er Heiðan loksins að flytja en hún er að flytja í dag. Ég er búin að bíða lengi og hef keyrt landið þvert og endilangt til þess að komast í vinnu ja eða allt að því ef maður leggur vegalengdirnar saman.
Ég er búin að vera svakalega dugleg að ferðast í sumar fyrir ykkur sem hafa fylgst með blogginu, heimsótti meira að segja Sigríði á Ísafjörð sem var alveg snilldarferð, ja eins mikil snilld og allar mínar ferðir :) Já svo gisti ég líka í kántrýbæ, ég var að taka það út fyrir Guðbjörgu hvernig væri að sofa þarna! Það reyndist bara vel og held ég að hún sofi bara vel þarna líka :)
Já Heiðan flytur sem sagt í Birkihraun 6 í dag en það er austasta gatan (fyrir Siggu) í hverfinu. Heiða er líka komin með heimasíma en hann er eins og gsm númerið mitt nema það er 462 fyrir framan. Annars sendi ég ykkur bara póst um það!
Næsta mál á dagskrá, SÆLUHELGI Í SVEITINNI FYRIR ÖRMAGNA KENNARA! ég er laus allar helgar eftir 15 september held ég, hvenær eruð þið game? Ég er með NOKKUR aukaherbergi, húsið er 113 fm og því ætti ekki að væsa um okkur þarna ;) Jarðböðin eru við útidyrahurðina hjá mér og svo erum við svo gríðarleg skemmtilegar að við þurfum engin skemmtiatriði þannig að það hentar okkur vel að vera alone úti í sveit!
Svör óskast í kommentakerfið
Ég er búin að vera svakalega dugleg að ferðast í sumar fyrir ykkur sem hafa fylgst með blogginu, heimsótti meira að segja Sigríði á Ísafjörð sem var alveg snilldarferð, ja eins mikil snilld og allar mínar ferðir :) Já svo gisti ég líka í kántrýbæ, ég var að taka það út fyrir Guðbjörgu hvernig væri að sofa þarna! Það reyndist bara vel og held ég að hún sofi bara vel þarna líka :)
Já Heiðan flytur sem sagt í Birkihraun 6 í dag en það er austasta gatan (fyrir Siggu) í hverfinu. Heiða er líka komin með heimasíma en hann er eins og gsm númerið mitt nema það er 462 fyrir framan. Annars sendi ég ykkur bara póst um það!
Næsta mál á dagskrá, SÆLUHELGI Í SVEITINNI FYRIR ÖRMAGNA KENNARA! ég er laus allar helgar eftir 15 september held ég, hvenær eruð þið game? Ég er með NOKKUR aukaherbergi, húsið er 113 fm og því ætti ekki að væsa um okkur þarna ;) Jarðböðin eru við útidyrahurðina hjá mér og svo erum við svo gríðarleg skemmtilegar að við þurfum engin skemmtiatriði þannig að það hentar okkur vel að vera alone úti í sveit!
Svör óskast í kommentakerfið
- hvenær hafið þið lausa helgi?
- komið þið á föstudegi eða laugardegi? þ.e. ein eða tvær nætur?
14 Comments:
Ég væri sko meira en til í þetta...þætti samt gaman ef ég gæti einhvern veginn komið ferð á leikritið Óvitarnir með líka til að getea nýtt ferðina norður... annars finnst mér þetta snilldarhugmynd :) Og að sjáfsögðu kæmi ég á föstudegi. Veit ekki alveg með hvaða helgi er laus allavega ekkert planað so far!
já eins og er þá veit ég ekki um neitt sem er framundan nema þá Ameríkuferðina ;) september og október er ekki planaðir hjá mér og með eina eða tvær nætur yrði að koma í ljós þegar nær dregur. Hlakka bara til að fylgjast með skipulagningu, kveðja Alda
Ég veit ekki hvaða helgar ég er ekki með Áka en ég get örugglega reddað einni nótt í pössun þannig að ég er klár nánast hvenær sem er. Hlakka til að hitta ykkur og fá kennarasögur. :)
Gleymdi þessu...
Kveðja Eyrún ;)
Hæ skvísur, ég er til í hvað sem er eins og alltaf! :O)
Nema...ég er líklega að fara suður helgina 21.-23.september þannig að hún er ekki í boði, annars er ég góð að öllu óbreyttu.
Kv. Stína.
Já, því er við að bæta að við famelían erum víst að fara á óvitana 29.september þar sem synir mínir fengu að sjálfsögðu frímiða! :S
En ég hlakka mikið til ð fara, þetta er laugardagur. Vona að þetta komi ekki að sök þar sem herrarnir mínir eru ansi spenntir að sjá sig...hvernig sem það nú verður. :O)
Kv. Turner
Já ég er nú bara til þegar að þið eruð til =O)...langar líka til að sjá Óvitana svo ég gæti vel hugsað mér að taka langa helgi svo ég næði leikhúsi líka!!!
Þar sem Stína er mest upptekin þá held ég að hún verði nú bara að koma með tillögu að stund og stað;)
Mússi múss
Guðbjörg
Ja, ég efast nú um að ég sé sú mest upptekna, kemst bara ekki 21.-23. sept og ef ætlunin er að vera tvo daga kemst ég ekki 29.sept. :O)
En hvernig væri bara fyrsta helgin í október? Endilega kommentið á það, svo við nálgumst plan og getum byrjað að plana leiki og panta í gelneglur, litun og plokkun (Djók!) Hehe
Þú ert þá að tala um 6-7 okt? það hentar mér fínt, allavega veit ég ekki annað :)
Ég veit heldur ekki til þess að ég sé að gera nokkuð annað!!!
Ég hef ekkert planað þá sem ég veit um nema þá helst afmælisveislu. :)
Eyrún
Er þá ekki bara málið að bóka þessa helgi? Ég er allaveg alveg til :o)
já ég man ekki eftir að það sé neitt um að vera þessa helgi, ég tek hana allavega frá og vona að það sé ekkert sem komi uppá :)
ætla líka á óvitana og panta þá ekki miða þessa helgi ;)
kveðja Alda
Ég er búin að bóka þessa helgi. Held meira að segja að ég sé barnlaus. En ég held ég myndi láta eina nótt duga, væri þá ekki mæting á laugardeginum?
Kveðja Eyrún
Skrifa ummæli
<< Home