Sultuklúbburinn...

...var stofnaður 4. oktober 2004.

miðvikudagur, febrúar 15

Djammdrotningin býður til veislu

Jæja Stína er partý óð þessa dagana og því hefur verið ákveðið að blása til partýs á laugardagskvöldið. Í boði verða einning einhverjar veitingar og verður matseðill kvöldsins kynntur síðar. Staðsetning hefur heldur ekki endanlega verið ákveðin undir þennan fögnuð en mun hún að öllum líkindum verða annað hvort í Drekagilinu eða Hrísalundi. Gaman væri bara ef sem flestir sæju sér fært að mæta :o) Ég stefni allavega á að reyna að spara mig og fara ekkert út á föstudagskvöldið... vona að þið gerið það sama ;o)

3 Comments:

Blogger Guðbjörg said...

Jaa, ef þetta verður haldið í Hrísalundinum er afar líklegt að ég láti sjá mig, þar sem að það er svo stutt að fara;)...og ég slæ nú heldur aldrei hendi á móti veitingum:)

11:22 e.h.  
Blogger Aðalheiður said...

Pössun? er krakkinn ekki partíljón með meiru? mætir bara með hann ;)

11:40 f.h.  
Blogger Stina said...

Spara þig hvað?
Hvernig var annars í gær, partýljón?
:O)
Ég mun vera heima að sinna mínum störfum sem tungulipur móðir, enda vefst mér sjaldan tunga um tönn, þó það komi fyrir börnin mín!
Þannig að þið drekkið bara einn fyrir mig...þetta er svosem ekki í fyrsta sinn sem ég sleppi því að mæta, en sennilega er þetta skrítnasta, furðulegasta og besta afsökunin hingða til!
Áfram Silvía Nótt og Sulturnar mínar!

3:19 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home