Sultuklúbburinn...

...var stofnaður 4. oktober 2004.

fimmtudagur, júní 22

Allt á lokasnúningi!!!

Þá er búið að kaupa tonn af pylsum ofaní hópinn en mætingin er framar vonum og eru skráningar enn að berast. Á staðnum verða drykkir, pylsur, sósur á pylsurnar, laukar, hvítlaukssósa fyrir kjöt, salat og snakk.

Þemalitirnir í skreytingum eru grænt og appelsínugult!!!

Stína!! Þú mátt koma með eftirrétt ef þú vilt :)

Já og svo muna eftir einhverju skemmtilegu garðdóti, Alda ég skal sjá til þess að það verði pláss í garðinum fyrir hoppukastalann og trúðana :)

Hlakka til að sjá ykkur :)

2 Comments:

Blogger Stina said...

Það er alltaf svo gaman að mæta til þín...þú finnur alltaf upp á svo skemmtilegum þemum. :O)
Þetta er sumsé svona Heiðu þema, appelsínugult og grænt...vantar bara brúnt og þá er komin Heiða. Hlakka til að hitta ykkur!!

11:07 f.h.  
Blogger Aðalheiður said...

það er sko brúnt í moldinni í blómabeðunum :) það er séð fyrir öllu hérna!

12:09 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home