Sultuklúbburinn...

...var stofnaður 4. oktober 2004.

þriðjudagur, júní 20

grillpikknikk í Ránó

Ég er ekki að reyna að varpa skugga á það sem Eyrún auglýsti hér að neðan SKOÐIÐ ÞAÐ!! Ég er hinsvegar að skipuleggja lítinn hitting þar sem mig langar til að hitta einhverja :)

Þannig að grillpikknikk í ránó á laugardaginn næsta (númer 24 held ég) milli klukkan sirka 11:00 og 14:30 (fer sko að vinna 15:00). Fjölskyldur verða velkomnar með!!!!

Pylsur og pylsubrauð ásamt sósum verða á svæðinu auk einhverra drykkja!!!
Ef einhverjir ætla að mæta með kjöt verður meðlæti á staðnum fyrir það svo sem salat og sósa!

Hérna eru spurningar sem ber að svara til að auðvelda skipulagningu!!!

Hvað mæta margir að þér meðtaldri?
Áætlaðar pylsur á þinn hóp?
Ætlar þú að koma með kjöt?
Viltu meðlæti?

EF þú átt uppáhalds pikknikkteppi komdu endilega með það annars verða teppi hérna á staðnum ;) Og svo ef þú átt eitthvað skemmtilegt útidót þá máttu endilega koma með það!!! p.s. mig langar í snúsnú!!!!

7 Comments:

Blogger Guðbjörg said...

Þú ert geðveik í auglýsingum...ættir að gera þig út fyrir þetta...þú ert allavega búin að rústa Eyrúnu, nú sér enginn auglýsinguna hennar!!!
hafið það annars gott dúllurnar mínar:)

1:43 e.h.  
Blogger Aðalheiður said...

ÉG feitletraði Eyrúnu og bendi fólki sérstaklega á hana, vil nú ekki varpa skugga á hennar auglýsingu!!!! Allir að skoða hana og mæta!!!!!!

2:20 e.h.  
Blogger Eyrún said...

mér líst vel á þetta en ætla aðeins að geyma þangað til nær dregur með ákveðið svar en finnst mjög líklegt að við Áki mætum.

9:29 e.h.  
Blogger Stina said...

Ég mæti auk drengja minna tveggja. Við myndum þá með þökkum eins og eina pylsu á mann, en aldrei að vita nema maður mæti með smá kjötskratta, en það yrði frekar lítið. Ég á ekki snúsnú band, en við eigum sippubönd. :O)Væri gaman líka að fara í teygjó.
HLAKKA TIL AÐ HITTA YKKUR GELLS!!!
Veiveiveiveiveivei

11:47 f.h.  
Blogger Stina said...

úps, ég gleymdi að svara einum liðnum....ef ég kem með kjöt þá kem ég með smá sósuklessu sjálf svo ég afþakka meðlæti. Einnig datt mér í hug hvort ég ætti ekki að bjóða upp á ís í eftirmat eða eitthvað? :O)

11:49 f.h.  
Blogger Alda said...

já við mætum að sjálfsögðu enda partýljón (hehe) það er þá um 3 til 4 pylsur og kem líka með eitthvað á priki til að kasta á grillið, ég mæti með sykurpúða og snúsnúband og hoppukastala og trúða og....
kv Alda

3:26 e.h.  
Blogger Guðbjörg said...

Ég er alltaf að sjá það betur að ég á alls ekki að gera ráð fyrir neinu eða skipuleggja mig langt fram í tímann. En það er rosalega fínt að geta átt einhverja varaskeifu eins og garðpartý hjá Heiðu:) Þannig er nú málið að Auður mín fór í botnlangaskurð í gær og ég held að við förum ekkert að þvælast um helgina og því langar okkur að kíkja í pylsugarðveisluna:) svo ég tékka hér með inn okkur þrjú (ef það er ekki orðið of seint;))
Bestu kveðjur

3:57 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home