Sultuklúbburinn...

...var stofnaður 4. oktober 2004.

miðvikudagur, ágúst 22

Sælar elskurnar mínar

Jæja skvísur og mússur, þá er skólinn byrjaður hjá okkur mörgum, öllum nema Eyrúnu sem hlýtur að fara að verða ansi blómleg!
Mig langaði bara að skrifa nokkrar línur um mig og það sem ég er að gera og brjóta þannig ísinn. Nú er ég búin að vera í Oddeyrarskóla í vettvangsnámi í viku og það er bara rosalega gaman og spennandi. Ég kvíði aðeins fyrir æfingakennslunni og myndi þiggja öll ráð sem reyndir, starfandi kennarar eins og þið gefið :O) Svo fengum við Stínurnar úrskurð frá Guðmundi "Guði" Heiðari Frímannssyni um daginn varðandi leikskólakennaranámið okkar. Plaggið sem við fengum gildir en til stendur að setja reglur varðandi það að taka báðar brautir, nú í haust. Frábært! Þannig að ég tek þá bara 10 vikna vettvangsnám á leikskóla í byrjun næsta árs og klára það í mars að öllu óbreyttu! Ég sakna ykkar rosalega mikið og vona að það gangi vel hjá ykkur öllum. Sigga mínum fannst frábært að sjá Öldu í skólanum og Gústa líka, ætla að knúsa hana við tækifæri, alla vega sá yngri! :O)
Annars bið ég kærlega að heilsa ykkur öllum og sendi ykkur knús og koss!Kv. Turner.

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ohh ég sakna ykkar sko líka...er annars alveg á haus þessa dagana nóg að gera við að undirbúa og kenna...er alveg uppgefin þegar að ég leggst á koddan á kvöldin.
Það er hins vegar mjög fínt að vera hérna það hefur verið mjög vel tekið á móti mér og allir tilbúnir að aðstoða mig.
Krökkunum líkar einnig mjög vel, Auður sagði einmitt áðan "mér líður svo vel hérna, getum við ekki búið hérna til eilífðar?"
Koss og knús til ykkar allra =O)
Guðbjörg

8:39 e.h.  
Blogger Sigga Gunna said...

Ég sakna ykkar allra líka mjög mikið. Allt hefur gengið vel hérna og allir tekið vel á móti manni í skólanum, bæði kennarar og nemendur :o)

1:27 e.h.  
Blogger Stina said...

Jamm, það er yndislegt hjá okkur í Oddeyrarskóla, ekkert smá frábært. Gott að allt gengur vel og ég sé Auði skvísu eiginlega bara fyrir mér segja þessi orð, frábært að allt sé svona gott. Svo fer að koma tími á hitting með haustinu, Heiða skvís hafði samband við okkur allar um það, ehaggi? :O)
Æji, vildi samt að sumu leyti að við værum bara að byrja á 1.ári aftur og byrja á öllu þessu skemmtilega aftur. :O)
Múss og knús, Turner.

4:02 e.h.  
Blogger Aðalheiður said...

Frábært frábært!!!

8:22 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

já það er gott að hafa kunnugleg andlit í skólanum :) er búin að sjá guttana og þeir veifuðu svo fallega til mín á skólasetningunni þegar ég stóð eins og sýningargripur uppi á sviði
kveðja Alda

9:53 e.h.  
Blogger Stina said...

Hehe, ég var einmitt sýningargripur á öllum þremur skólasetningum í Oddeyrarskóla, mjög skemmtileg tilfinning. :O)

7:42 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home