Sultuklúbburinn...

...var stofnaður 4. oktober 2004.

fimmtudagur, september 6

Sultur sameinist!


Jæja skvísur, þá er komið að því.


Hér erum við að hittast, Rúnar Sigþórs stæl og allt. :O)
Helgin er fyrsta helgin í október eins og fram hefur komið, staðurinn er Mývó, Heiðas pleis, Birkihraun 6! (Auðvitað sex)

Ákveðið hefur verið að gera hittinginn einstaklingsmiðaðan að því leytinu að fólk velur hvort það komi föstudag og laugardag eða bara laugardag, fer eftir aðstæðum og getu hvers og eins. :O) Heiða býður gistingu, á eitt 120 cm rúm og eitt 90 cm. Ég get svo komið með dýnu sem er vindsæng en er samt ekki vindsæng.


Nú þurfum við bara að plana restina, búa til nefndir, athuga mætingu og fleira.

Kom fram sú tillaga á msn að Eyrún(og Stína litla í maganum) verði í matarnefnd.

Nefndir sem eftir eru eru þá hugsanlega:

Leikja- og skemmtinefnd,

verðlaunanefnd,

fleiri í matarnefnd

(uppástungur þegnar).


Hugmyndin er sú að hittast, styrkja okkar yndislega einstöku tengsl, hafa gaman, slappa af, hafa ekki of mikið planað og Heiða segir að Lónið og Matur sé MÖST! :O)

Hér kemur annars gott copy/paste frá Heiðu:

Aðalheiður í Mývatnssveit says:
en matarnefnd er absúlút eyrún
Aðalheiður í Mývatnssveit says:
já og ég er tilbúin að borga hvað sem er í mat
Aðalheiður í Mývatnssveit says:
góðan kvöldmat
Aðalheiður í Mývatnssveit says:
annars á ég morgunkorn og þannig
Aðalheiður í Mývatnssveit says:
aðallega bara að versla fyrir stóran kvöldverð og mjólk og súrmjólk og þannig
-----------------------------------------------------------------------------------------
En endilega látið heyra í ykkur skvísur. ÉG HLAKKA TIL AÐ HITTA YKKUR!!
Mússí múss, Turner.

7 Comments:

Blogger Aðalheiður said...

Legg til að þeir sem búa í kaupstað verði í matarnefnd, ég ætla að óska eftir að vera ekki í innkaupanefnd allavega þar sem ég bý ekki í kaupstað :)

5:50 e.h.  
Blogger Aðalheiður said...

Já og ég gleymdi að segja að ég hlakka geggjað til þess að hitta ykkur :D

5:58 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég get ekki beðið eftir afslöppu:D
ÉG tek annars undir með Heiðu að sleppa við innkaup en ég er alltaf til í að borga það sem mér verður sagt að borga!!!
Ég skrái mig þá bara í leikjanefnd með Heiðu (hún hlýtur að vera leikjanefndin) en ég gæti svosem líka verið með Öldu í verðlaunanefnd (ég geri fastlega ráð fyrir henni þar fyrst að hún var ekki fyrsta manneskjan í matarnefnd)
Annars bara stuðkveðja frá Skagaströnd (sem heitir ekki lengur Höfðahreppur!!!)

8:45 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Fæ ég ekki heimilisfræðikennarann með mér í matarnefnd????? :)
Annars er ég ekki upp á mitt besta í matarnefnd þessa dagana, borða bara ristað brauð og kjötfars haha. En ég er samt til í að taka þetta að mér og hafa ykkar hagsmuni í huga. ;)

Kveðja Eyrún og Stína litla ;)

10:54 e.h.  
Blogger Aðalheiður said...

Held að heimilisfræðikennarinn sé líka flottur í matarnefnd :) En Eyrún, ef þú villt ristað brauð og kjötfars þá borðum við ristað brauð og kjötfars! Einn fyrir alla og allir fyrir einn...

Já og Guðbjörg, ég er til í leikjanefnd!

8:28 f.h.  
Blogger Sigga Gunna said...

Ég melda mig bara með í einhverja nefnd... er reyndar ekki alveg tilbúin í að borga hvað sem er fyrir mat þar sem ég reikna með að ferðin norður muni kosta mig um 15.000 :o(

1:50 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

jú ég er til í matarnefnd, það er hægt að gera ýmislegt við kjötfars, smyrja því utan á brauðið og steikja, baka það í ofni, búa til bæði steiktar og soðnar bollur, svo má gera lítið gat á pokann og sprauta því í sjóðandi vatn...þá koma svona ormar... óteljandi margt sem er hægt að gera við kjötfars þannig að við getum borðað kjötfars allan daginn :)og ristað brauð með ;)
hlakka bara til
kveðja Alda

11:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home