Sultuklúbburinn...

...var stofnaður 4. oktober 2004.

laugardagur, júní 9

Til hamingju elsku hjartans Sulturnar mínar!

Jæja, þá er útskriftardagurinn ykkar kominn og ég finn fyrir stolti í hjarta.
í gegnum síðustu árin höfum við staðið saman í gegnum súrt og sætt og átt alveg frábærar stundir. Aldrei bjóst ég við að ég myndi hitta lífstíðarvinkonur í mínu háskólanámi en raunin varð önnur. Þið þekkið mig betur en margir eða flestir aðrir og mér þykir vænt um þá staðreynd. Þar fyrir utan þekki ég ykkur mjög vel. ;O) Bæði það góða og það litla "slæma" eins og stressköstin og nammiátið, hahaha.

Mig langar bara að segja við ykkur allar að þið eruð einstakar, skemmtilegar, hlýjar og yndislegar og ég mun sko sakna ykkar allra allra allra allra mest...
Innilega til hamingju með þennan merka áfanga, mikið verða þau börn sem þið komið til með að kenna heppin að fá ykkur.

Þið eruð svo æðislegar og mér þykir ótrúlega vænt um ykkur allar.


Við verðum að halda bandi og ég mælist til þess að að ári liðnu verði útskriftarpartý hjá mér á þessum tíma! :O)
Einnig langar mig að stinga upp á því að þessi síða verði notuð til að halda bandi og miðla upplýsingum um okkur þar sem útlit er fyrir að við verðum ekki allar á sama stað.

Enn og aftur, hjartans hamingjuóskir frá mér, ég hlakka til að hitta ykkur í kvöld..

Með stolti (og smá snökt í hjarta,) Turnerinn!

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

ohh takk Stína
þín var saknað í gær en við munum fagna þeim mun meira eftir eitt ár þegar hún Hallfríður Kristín Sigurðardóttir verður lesin upp til að taka við prófskírteininu sínu
Kveðja Alda Björk

12:58 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Já takk elsku mússan mín =)
Ég á sko eftir að sakna ykkar og hugsa til ykkar frá Skagaströnd...svo það er góð hugmynd að reyna að halda síðunni við...og kannski láta vita af sér!!!
Það er svo aldrei að vita nema að maður fari að blogga um lífið í Kántríbæ ;)
Kveðja Guðbjörg

6:49 e.h.  
Blogger Sigga Gunna said...

Já takk fyrir frábæran dag. Á eftir að sakna ykkar allra MJÖG mikið!!! Svo verðum við endilega að reyna að missa ekki sambandið. Það verður allavega REUNION á næsta ári þegar TURNERINN yfirgefur skólann :o) Ég elska ykkur allar!!!

10:59 f.h.  
Blogger Aðalheiður said...

Já ég mæti hress í útskriftaveislu á næsta ári hjá Turnernum, absúlútlí. Minni svo á að það er alltaf opið hús í Mývó ;)

11:24 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home