Sultuklúbburinn...

...var stofnaður 4. oktober 2004.

laugardagur, júlí 30

Söknuður...

Stelpur, ég sakna ykkar!
Ég get varla beðið eftir að skólinn byrji aftur og allt verði eins og það var!!
Ég er nýkomin úr fríi um suðurlandið, var á Flúðum í sumarbústað í 24 stiga hita og sól allan tímann! Það var heitur pottur þar og bara yfir höfuð næs. Stína sá bæði Gullfoss og Geysi (öllu heldur Strokk) sem hún hafði aldrei áður augum litið, hið merka Skálholt og fæðingarstað Gissurar jarls, Hruna. Þá var ég líka að sinna plöntusöfnun og pressun auk plöntugreiningar en því miður fór minna fyrir reikningnum. Síðan er bara lærdómur framundan og að klára gamlar syndir til að geta byrjað fersk með ykkur í haust.
Knus og kram, ykkar auðmjúka Sultukerling Stæner Turner.

mánudagur, júlí 11

Stærðfræði!

Ég fann ÞETTA á netinu, lesið!

fimmtudagur, júlí 7

Af hverju er heimurinn svona vondur?

Rosalegar fréttir í dag, hvað fær fólk til að sprengja upp saklaust fólk? Það er erfitt að segja hvað brýst um í mannshuganum! María vinkona mín er í London og ef þið viljið lesa þá er þetta hennar upplifun af hryðjuverkunum þá getið þið klikkað HÉRNA!

sunnudagur, júlí 3

Brúðkaup!!!

Sú frétt liggur í loftinu að einn sultuklúbbsmeðlimurinn sé að fara að ganga í það heilaga, ekki er vitað um dagsetningu en heyrst hefur að tengdamóðirin sé byrjuð að baka ;)

p.s. þetta er ekki ég!