Sultuklúbburinn...

...var stofnaður 4. oktober 2004.

þriðjudagur, júní 27

Takk fyrir síðast

Ég þakka öllum fyrir komuna síðastliðin laugardag!!! Hér meðfylgjandi er uppskriftin sem var þráspurt eftir :)

Snúbrauð
3 1/2 dl mjólk
1 bréf ger
1 tsk sykur
1 tsk salt
500 gr hveiti

Þessi uppskrift er fyrir ca 36 pylsur og þar af leiðandi er helmingur hennar fyrir ca 18 pylsur!
Njótið ;)

fimmtudagur, júní 22

Allt á lokasnúningi!!!

Þá er búið að kaupa tonn af pylsum ofaní hópinn en mætingin er framar vonum og eru skráningar enn að berast. Á staðnum verða drykkir, pylsur, sósur á pylsurnar, laukar, hvítlaukssósa fyrir kjöt, salat og snakk.

Þemalitirnir í skreytingum eru grænt og appelsínugult!!!

Stína!! Þú mátt koma með eftirrétt ef þú vilt :)

Já og svo muna eftir einhverju skemmtilegu garðdóti, Alda ég skal sjá til þess að það verði pláss í garðinum fyrir hoppukastalann og trúðana :)

Hlakka til að sjá ykkur :)

þriðjudagur, júní 20

grillpikknikk í Ránó

Ég er ekki að reyna að varpa skugga á það sem Eyrún auglýsti hér að neðan SKOÐIÐ ÞAÐ!! Ég er hinsvegar að skipuleggja lítinn hitting þar sem mig langar til að hitta einhverja :)

Þannig að grillpikknikk í ránó á laugardaginn næsta (númer 24 held ég) milli klukkan sirka 11:00 og 14:30 (fer sko að vinna 15:00). Fjölskyldur verða velkomnar með!!!!

Pylsur og pylsubrauð ásamt sósum verða á svæðinu auk einhverra drykkja!!!
Ef einhverjir ætla að mæta með kjöt verður meðlæti á staðnum fyrir það svo sem salat og sósa!

Hérna eru spurningar sem ber að svara til að auðvelda skipulagningu!!!

Hvað mæta margir að þér meðtaldri?
Áætlaðar pylsur á þinn hóp?
Ætlar þú að koma með kjöt?
Viltu meðlæti?

EF þú átt uppáhalds pikknikkteppi komdu endilega með það annars verða teppi hérna á staðnum ;) Og svo ef þú átt eitthvað skemmtilegt útidót þá máttu endilega koma með það!!! p.s. mig langar í snúsnú!!!!