Sultuklúbburinn...

...var stofnaður 4. oktober 2004.

þriðjudagur, apríl 25

Prófin!!!

Jæja nú fara prófin að nálgast og sumir, en ekki aðrir, að stressast pínu (við nefnum engin nöfn). Því gefst nú ómældur tími til að dunda við hin ýmsu smáverk eins og að blogga, lesa fróðleik á veraldarvefnum og ekki má gleyma að moppa og skúra gólfin allt nema að læra fyrir prófin!
Ég var annars ekki búin að láta alþjóð vita hversu ánægð ég var með Litlu hryllingsbúðina en ég fór á sýninguna á laugardaginn var og skemmti mér konunglega ...þrátt fyrir ýmis óskemmtileg atvik sama dag!!!
Ég hafði annars ekki ætlað mér að hafa þetta lengra því það er mikið að gera í heimilisverkunum...kveðja Guðbjörg

laugardagur, apríl 22

Ógleymanleg lífsreynsla

Jaaaa nú er ekki hægt að segja annað en að maður hafi dottið í lukkupottinn:D
Mér, ásamt Heiðu og Siggu Gunnu, var boðin vinna á ráðstefnu á vegum skólaþróunarsviðs kennaradeildar Háskólans á Akureyri. Þar fengum við gullið tækifæri til að fylgjast með fyrirlestrum og umræðum um einstaklingsmiðað nám...eða hvað sem á nú að kalla þetta því menn virðast ekki vera á eitt sáttir um það. En hvað um það, maður átti þarna skemmtilegar stundir með afar hressu fólki, starfsfólki Háskólans, fyrirlesurum og fjöldanum öllum af kennurum allsstaðar af landinu:)

laugardagur, apríl 8

Ferming

Fyrir hönd klúbbsins ætla ég að óska Guðbjörgu til hamingju með fermingu systur sinnar, vona að dagurinn hafi verið ánægjuríkur og stresslaus!

miðvikudagur, apríl 5

Jæja, fólk er farið að bíða eftir að ég bloggi svo það er best að bregðast ekki aðdáendum sínum=)
Ég átti sko alveg eftir að þakka fyrir frábæra sýningu sem ég fór á ásamt Öldu síðastliðinn föstudag. Þar fengu fjórar sultur að tjá sig með allskonar móti...klapp, klapp, klapp...þetta var frábært hjá ykkur, þið eruð hetjur:D
Ég mundi (ótrúlegt en satt) eftir myndavélinni og myndin hér til hliðar er af sýningunni og er ein af mínum "spúkí" myndum!!!
Ég er annars að nota tímann á meðan ég bíð eftir að sulturnar mínar mæti á tölfræðikvöldið:D en þær eru nú að týnast inn svo ég verð að koma að öðrum málum síðar;)...svo þangað til næst...góðar stundir:)