Sultuklúbburinn...

...var stofnaður 4. oktober 2004.

mánudagur, ágúst 22

Kæru klúbbfélagar

Ég ætlaði bara að deila því með ykkur að lítill fugl hvíslaði að mér að það væri opið hús uppi í fjalli miðvikudaginn 24. ágúst...það er ekki að ástæðulausu heldur á Vinsælasta stúlkan afmæli um þessar mundir;)...ég vona bara að sem flestir nýti sér þetta tækifæri og við hittumst kátar og hressar eftir hádegið á miðvikudaginn=O)

fimmtudagur, ágúst 11

Halló!
Ég vildi bara þakka Heiðu fyrir innlitið í kvöld en það var rosalega gaman að sjá hana og við áttum saman alveg "gólden móments" ;) ...ég bara get ekki beðið eftir að skólinn byrji=O)

rassgötin mín!

Ég lít á þessa mynd hérna til hliðar og uppgötva þá hvað ég sakna ykkar, þó að ég sé búin að vera að chilla með nýju vinum mínum í allt sumar þá verð ég að viðurkenna söknuðinn :) Þess vegna get ég ekki beðið eftir því að byrja í skólanum og hitta ykkur aftur!!! það eru 20 dagar þangað til að skólinn byrjar aftur en ég vona að ég fái að sjá ykkur fyrr!!!! Get ekki beðið eftir lærdómskvöldum og slúðri :)

fimmtudagur, ágúst 4

Sætt og sóðalegt

Já versló var bara fín hjá mér líka. Hafði það bara voða næs með frænda mínum inn í djúpi. Fórum og frábæran útreiðatúr og gerðum margt fleira sem ég nenni ekki að telja upp. Annars er bara allt gott af mér að frétta fyrir utan hina hræðilegu eðlisfræði sem hvílir eins og mara á mér!!! Þetta er svo leiðinlegt, en ég hlakka líka alveg rosalega til þegar þetta verður búið!!!!
Verð líklegast komin norður í kringum 20 og flyt þá inn í Derkagilið. En nú auglýsi ég sem sagt formlega eftir öllum húsgögnum. Ef það er eitthvað sem ykkur vantar að losna við þá er alveg tilvalið að flegja þessu bara í mig... Hef þetta ekki lengra í bili. Yfir og út :)

mánudagur, ágúst 1

Verslunarmannahelgin

Jæja nú verð ég að fara að láta vita af mér, ég er náttúrulega alveg ómöguleg í þessu bloggi og ég skil reyndar ekki hvernig Heiðu datt í hug að láta mig fá aðgang:)
Versló gekk alveg frábærlega fyrir sig hjá mér, ég hafði hugsað mér að slappa af alla helgina, var ekkert spennt fyrir neinu sem var að gerast en svo snerist dæmið við og ég var úti alla helgina og er nú loksins komin heim dauðuppgefin eftir allt gamanið...svona er þetta stundum. Að sjálfsögðu nenni ég ekki að skrifa það sem að ég gerði um helgina heldur vonast ég til að klúbbfélagarnir kíki bara í heimsókn;)