Sultuklúbburinn...

...var stofnaður 4. oktober 2004.

föstudagur, nóvember 12

Verkefnavinna með sultuþema!
Sultuklúbburinn er virkur þessar vikurnar í verkefna vinnu, meðal annars er eru dagarnir núna undirlagðir af verkefni um lestur og lestraraðferðir. Þó að við séum duglegar að læra þá gleymum við ekki að gæða okkur á góðri sultu og við fáum okkur jafnvel osta og kex með til hátíðarbrigða :)

Af okkur er það að segja að skólinn gengur svona upp og niður, verkefnavinna er fyrirferðamikil og mjög stór stafli af ólesnu námsefni er farin að hlaðast upp hjá mér svo ég tali fyrir mig sjálfa!

Erum núna á leið í dæmatíma í stærðfræði til þess að fá góða byrjun á helgina.