Sultuklúbburinn...

...var stofnaður 4. oktober 2004.

mánudagur, febrúar 7

Andlit klúbbsins?
Ég er að hugsa um að koma með uppástungu að andliti klubbsins út á við! Hef ég ákveðið að tilnefna sjálfa mig sökum þess hve gríðarlega vel ég tók mig út í fréttunum í sjónvarpinu í dag með Dóra Ásgríms :) Einnig tel ég mig vera verðugt andlit klúbbsins þar sem ég er formaður og auk þess hef ég alltaf nægan tíma þar sem ég á mér ekkert líf, enga fjölskyldu og engin börn! Ef einhver er þessu mótfallin þá má sá hinn sami bara eiga það við sjálfan sig, en þeir sem eru hlintir þessu endilega kommentið þig!

Aðalfundurinn :)
Aðalfundur sultuklúbbsins fór fram á dögunum, kannski fyrir svolítið mörgum dögum en hverju skiptir það, er ekki tíminn afstæður? Aðalfundurinn fór vel fram að mati formanns engin var með óspektir þó vissulega hefði hitnað í kolunum á tímabili en það var undir lok spilamennskunar!

Kvöldið byrjaði á almennum umræðum, þá aðallega um það hvernig uppröðunin á snakkinu ætti að vera á borðinu og hve mikið snakk ætti að vera. Komust félagsmenn að þeirri niðurstöðu að ekkert ætti að spara til með veitingarnar :)

Næst á dagskrá var fræðslumyndbandið Dís sem slegið hefur í gegn um land allt, þar er kennt allt frá því að binda menn og halda brúðkaupsveislur (hvítt gengur ekki, það merkir dauði, það er svo týpískt, blátt, það er enginn með blátt!) til þess að vinna í afgreiðslu á hóteli (there is a place called Hegningarhúsið, don't take no for an answer!) eða sem aðstoðamaður ljósmyndara (shooooooooooooooot). Þarna lærðum við einnig að það er mikilvægt að rækta fjölskylduna, vináttuna og heimilið :) Nóg um það!

Leikfimin þetta kvöldið var í formi hins sívinsæla Actionary. þar var skipt í tvö lið og var stemmingin gríðarleg :) Hún var svo mikil að það lág við að hægt væri að skera loftið sökum spennu. Það er samt merkilegt hvað allir náðu að gúffa í sig veitingum þegar þeir áttu að fara að giska á það hvað væri verið að leika :)

Eins og áður segir þá fór aðalfundur þessi vel fram, og bíður formaður spenntur eftir næstu skemmtun klúbbsins, ekki væntir maður að það verði þorrablót eða jafnvel konudagsdekur fyrir einhleypu meðlimina?