Sultuklúbburinn...

...var stofnaður 4. oktober 2004.

mánudagur, júní 20

Smá fikt!

Ég fiktaði smá í síðunni en ég vona að það verði engum til ama :)

laugardagur, júní 18

Mússímússímúss!!

Þá er maður að fara á síðustu næturvaktina sína, langaði bara til þess að láta ykkur vita það að ég hef ekkert átt erfitt með að halda mér vakandi og hef því ekki enn þurft að leita á náðir kaffisins. Það gæti því skeð að ég læri ekki að drekka kaffi í sumar :O/ en ekkert er ráðið, þetta kemur bara í ljós :)

mánudagur, júní 13

Kakkar mér leiðist :(

Það er alveg ótrúlega leiðinlegt að vera ekki í skólanum, maður hittir engann, engin verkefnavinna og bara venjuleg vinna sem maður fær enga umbun fyrir nema laun, ekki einu sinni einkun sem er leiðinlegt þar sem það er gaman að fá einkunnir, séu þær jákvæðar :) Við verðum að vera duglegar að reyna að hittast og gera eitthvað annars rotna ég! Líf mitt er svona; vinna, sofa, borða, tölvunördast og svo leggja mig, samt ekki alltaf í þessari röð. Eigið þið ykkur eitthvað líf eða eruð þið jafn lónlí og ég?

föstudagur, júní 10

Próflokadjamm 2

Ég ætla bara að þakka ykkur fyrir frábært próflokadjamm númer 2! Æðislegur matur hjá okkur og fallegur söngur, hvað get ég annað sagt? Ég er orðlaus :)

þriðjudagur, júní 7

Kveðjur að vestan

Jæja ætli það hafi ekki löngu verið kominn tími til að ég skellti inn einhverju commenti hérna. Langaði bara til þess að þakka alveg kærlega fyrir mig. Þið lögðust sko allar á eitt við að gera mér lífð gott þarna fyrir norðan... takk fyrir skuttlið, gistinguna, eðlisfræðin og síðast en ekki síst sing starið :) Átti annars gott flug og get nú loksins aðeins slakað á áður en átök sumarsins byrja á fullum krafti! Bless í bili.

sunnudagur, júní 5

HJALTEYRI

Já, ég gerðist sko svo fræg í dag að ég var á Hjalteyri. En þangað hef ég ekki komið svo ég muni eftir. Svo kom ég líka við á öðrum minna merkilegum stöðum sem ég hef þó komið á áður eins og Hauganes, Dalvík og Árskógsand. Þannig að þetta var merkisdagur í lífi mínu.

Kveðja Eyrún