Sultuklúbburinn...

...var stofnaður 4. oktober 2004.

laugardagur, desember 24

Aðfangadagur jóla...

...er einmitt í dag og við syngjum saman lag! Ég ætla að óska ykkur gleðilegra jóla og vona að þið njótið kvöldsins og verðið ekki vanrækt ;)

sunnudagur, desember 18

bústaðarferðin

Ég var að vafra um á vefnum og datt inn á síðu Einingar-Iðju, fann þar eftirfarandi texta um sumarbústaði á Illugastöðum! Þannig að ef við ákveðum helgi og pöntum snemma ættum við að geta fengið bústað með potti!!! Læt textann fylgja með svo þið getið séð sjálfar!

Illugastaðir:Orlofsbyggðin á Illugastöðum í Fnjóskadal er opin allt árið. Aðeins eru 45 km milli Akureyrar og Illugastaða og því stutt að fara. Aðstaðan á Illugastöðum er eins og best verður á kosið. Eining-Iðja á 14 hús á svæðinu og eru þau öll nýuppgerð. Sundlaugin er lokuð yfir vetrartímann en gufubaðið og heiti potturinn eru alltaf opin. Í kjarnahúsinu er fundarsalur sem tekur allt að eitt hundrað manns og því eru Illugastaðir kjörinn staður fyrir fundi, ráðstefnur, námskeið eða mannfagnaði hvers konar. Hægt er að fá tilboð í veitingasölu og uppihald. Benda má á að í Fnjóskadal er mjög gott berjaland og hægt er að fá leyfi til berjatínslu á Illugastöðum. Þar eru einnig seld veiðileyfi í Fnjóská. Fyrir rjúpnaskyttur eru Illugastaðir einnig áhugaverður kostur því þaðan er stutt að komast í góðar veiðilendur. Yfir vetrarmánuðina er upplagt að drífa sig til Illugastaða og taka skíðin og sleðana með því land fyrir gönguskíðafólk er frábært. Einnig eru miklir möguleikar til notkunar vélsleða en gæta þarf að trjágróðri á svæðinu. Á Illugastöðum hefur verið plantað um 100.000 plöntum sem eru sem óðast að setja svip sinn á landið.

Haust- og vetrarleigan hefst 15. september og stendur til 1. júní. Frá og með haustinu 2003 verður hluti af orlofshúsum félagsins á Illugastöðum leigður beint í gegnum skrifstofu félagsins og er hægt að fá upplýsingar eða panta orlofshús í síma 460 3600, en einnig geta þeir sem vilja leigja sér orlofshús þar á tilgreindum tíma hringt beint í Illugastaði í síma 462 6199. Dreift hefur verið plakati og gerð auglýsing vegna vetrarleigu orlofshúsanna á Illugastöðum og má sjá hvort tveggja á pdf-formi hér.

Heitir pottar eru við fjögur hús félagsins.
Helgarleiga í þeim er kr. 9.000.
Verð fyrir helgina í húsum án potts er kr. 7.500.
Öll hús félagsins eru nýuppgerð. Helgarleiga er allt að þrjár nætur. Frítt er í gufubað og heitan pott sem er við sundlaugina á staðnum.

Tekið af síðu Einingar-Iðju www.ein.is 19 desember 2005

laugardagur, desember 3

baráttukveðjur og þakkir

Ætla að senda baráttukveðjur til ykkar allra og verið duglegar að læra fyrir próf!

Þakka svo kærlega fyrir fimmtudagskvöldið, það var sko alveg gólden ;)