Sultuklúbburinn...

...var stofnaður 4. oktober 2004.

þriðjudagur, júní 27

Takk fyrir síðast

Ég þakka öllum fyrir komuna síðastliðin laugardag!!! Hér meðfylgjandi er uppskriftin sem var þráspurt eftir :)

Snúbrauð
3 1/2 dl mjólk
1 bréf ger
1 tsk sykur
1 tsk salt
500 gr hveiti

Þessi uppskrift er fyrir ca 36 pylsur og þar af leiðandi er helmingur hennar fyrir ca 18 pylsur!
Njótið ;)

fimmtudagur, júní 22

Allt á lokasnúningi!!!

Þá er búið að kaupa tonn af pylsum ofaní hópinn en mætingin er framar vonum og eru skráningar enn að berast. Á staðnum verða drykkir, pylsur, sósur á pylsurnar, laukar, hvítlaukssósa fyrir kjöt, salat og snakk.

Þemalitirnir í skreytingum eru grænt og appelsínugult!!!

Stína!! Þú mátt koma með eftirrétt ef þú vilt :)

Já og svo muna eftir einhverju skemmtilegu garðdóti, Alda ég skal sjá til þess að það verði pláss í garðinum fyrir hoppukastalann og trúðana :)

Hlakka til að sjá ykkur :)

þriðjudagur, júní 20

grillpikknikk í Ránó

Ég er ekki að reyna að varpa skugga á það sem Eyrún auglýsti hér að neðan SKOÐIÐ ÞAÐ!! Ég er hinsvegar að skipuleggja lítinn hitting þar sem mig langar til að hitta einhverja :)

Þannig að grillpikknikk í ránó á laugardaginn næsta (númer 24 held ég) milli klukkan sirka 11:00 og 14:30 (fer sko að vinna 15:00). Fjölskyldur verða velkomnar með!!!!

Pylsur og pylsubrauð ásamt sósum verða á svæðinu auk einhverra drykkja!!!
Ef einhverjir ætla að mæta með kjöt verður meðlæti á staðnum fyrir það svo sem salat og sósa!

Hérna eru spurningar sem ber að svara til að auðvelda skipulagningu!!!

Hvað mæta margir að þér meðtaldri?
Áætlaðar pylsur á þinn hóp?
Ætlar þú að koma með kjöt?
Viltu meðlæti?

EF þú átt uppáhalds pikknikkteppi komdu endilega með það annars verða teppi hérna á staðnum ;) Og svo ef þú átt eitthvað skemmtilegt útidót þá máttu endilega koma með það!!! p.s. mig langar í snúsnú!!!!

HALLÓ HALLÓ HALLÓ SKVÍSUR

Ég held ég tali fyrir okkur allar þegar ég segi að þetta gengur nú bara ekki lengur. Við bara verðum að fara að hittast. Þannig að eftir nokkrar athuganir þá er verið að skoða það hvort allir séu ekki lausir 8 júlí, ha??? Planið er að koma í mat til mín þar sem ég mun bera í ykkur kræsingar og svo er restin af kvöldinu ennþá til hugleiðingar. Tekið er við ábendingum. :) En endilega látið heyra í ykkur.

Kveðja Eyrún