Bústaður og SKAUTAR
Þá er komið að því, bústaðarferðin nálgast óðfluga og fólk er komið með hlutverk fyrir ferðina. Það er allavega komin matarnefnd og skemmtinefnd :) Vildum einnig setja á fót þrifnaðarnefnd en ákváðum svo að það væri best að láta af allri stéttaskiptingu þar og gera það saman því það tæki minnstan tíma! Ég get allavega ekki beðið eftir því að láta letina taka yfirhöndina (þá leti sem ekki er enn komin fram á sjónarsviðið) og slaka á í heitum potti. Svo get ég ekki beðið eftir að deila rúmi með náttfatasálufélaganum mínum ;) hehehe
En það er annað mál á dagskrá! Hvenær eigum við að hafa skautadag klúbbsins? Ég veit að það eru nokkrir meðlimir sem geta ekki beðið eftir að mæta á skauta með fjölskyldurnar sínar!!! Komið endilega með uppástungu annars ákveð ég bara dagsetningu...
En það er annað mál á dagskrá! Hvenær eigum við að hafa skautadag klúbbsins? Ég veit að það eru nokkrir meðlimir sem geta ekki beðið eftir að mæta á skauta með fjölskyldurnar sínar!!! Komið endilega með uppástungu annars ákveð ég bara dagsetningu...