Flutningar
Ég er búin að vera svakalega dugleg að ferðast í sumar fyrir ykkur sem hafa fylgst með blogginu, heimsótti meira að segja Sigríði á Ísafjörð sem var alveg snilldarferð, ja eins mikil snilld og allar mínar ferðir :) Já svo gisti ég líka í kántrýbæ, ég var að taka það út fyrir Guðbjörgu hvernig væri að sofa þarna! Það reyndist bara vel og held ég að hún sofi bara vel þarna líka :)
Já Heiðan flytur sem sagt í Birkihraun 6 í dag en það er austasta gatan (fyrir Siggu) í hverfinu. Heiða er líka komin með heimasíma en hann er eins og gsm númerið mitt nema það er 462 fyrir framan. Annars sendi ég ykkur bara póst um það!
Næsta mál á dagskrá, SÆLUHELGI Í SVEITINNI FYRIR ÖRMAGNA KENNARA! ég er laus allar helgar eftir 15 september held ég, hvenær eruð þið game? Ég er með NOKKUR aukaherbergi, húsið er 113 fm og því ætti ekki að væsa um okkur þarna ;) Jarðböðin eru við útidyrahurðina hjá mér og svo erum við svo gríðarleg skemmtilegar að við þurfum engin skemmtiatriði þannig að það hentar okkur vel að vera alone úti í sveit!
Svör óskast í kommentakerfið
- hvenær hafið þið lausa helgi?
- komið þið á föstudegi eða laugardegi? þ.e. ein eða tvær nætur?