Sultuklúbburinn...

...var stofnaður 4. oktober 2004.

fimmtudagur, október 27

Sultudjamm!!!

Jæja dömur mínar, þá fer að koma að því!!
Dagsetningin er 28.október, dagurinn er föstudagur og er á morgun!!
Okkur langar sumsé að hafa hitting og hafa það næs, líta uppúr skólabókunum og gera okkur dagamun.
Hugmyndin er að hittast á bjórkynningu Magister á morgun klukkan átjánhundruð.
Þaðan munum við síðan bruna heim til Stínu og fá þar veitingar.
Við höfum ákveðið að útbúa dishy desert og höfum ýmislegt skemmtilegt í pokahorninu.
Vegna slæmrar reynslu af 80's þema var ákveðið að hafa þemað "við sjálfar". :O)
Nú, um kvöldið verður svo gert ýmislegt skemmtilegt sem fyrr segir og ætlunin er að fara að djamma á eftir!
Við erum búnar að vera úber duglegar í vetur og það er ekki spurning að við eigum þetta vel skilið og verðum bara enn duglegri að læra á laugardeginum...það fer þó allt eftir stemningu!

Það er semsagt partý hjá Stínu eftir bjórkynninguna for the Jam Club og þar verður kvöld ársins!
Ekki spurning um að mæta, þetta verður NÆS!
Muna að skrá sig á kynninguna, blaðið hangir frammi á gangi í Þv.stræti.
Alllir eiga að mæta til Stínu með eftirfarandi hluti: Eftirvæntingu, spennu, gleði, bros á vör og eitthvað úr vínbúð eða búð að eigin vali :O)
Hittumst hressar og njótum stundarinnar!!!
Stæner Turner!!!

föstudagur, október 21

Ferðatilboð

Sælar stelpur!
Ég hef tekið þátt í umræðum síðustu daga um ferðalög og grenndarkennslu :) ég ætla bara að skella fram ferðatilboðum núna ;)
  • Útskriftaferð sumarið 2007, áætlað er að skella sér til einhverrar borgar í nokkra daga til þess að skoða, versla og skemmta sér! Takið endilega frá þetta sumar og byrjið að spara!!!
  • Sumarbústaðarferð í janúar, hvernig væri að slaka á í byrjun annar í þægilegu umhverfi jafnvel með heitan pott og fullt af góðum mat?
  • Kirkjuferð! Hvenær ætluðum við að kíkja í kirkjuferð fram í sveit?

þriðjudagur, október 11

Hún á afmæli í dag.....

Elsku Eyrún okkar.
Til hamingju með afmælið.
Þú veist að aldurinn skiptir engu, nema þú sért ostur.
Sulturnar

miðvikudagur, október 5

Klikk klikk

Vá hvað ég er sammála Guðbjörgu. Það er búið að klukka alla sem ég þekki en ég skal nú samt koma með 5 tilgangslaus atriði um mig.

1. Ég er sjónvarpsfíkill. (ekkert á mjög háu stigi samt, ég veit um verri)
2. Mér finnst popp gott.
3. Ég er alltof löt í ræktinni þessa dagana.
4. Mér finnst alltof gott að borða góðann mat.
5. Mig langar að prufa fallhlífarstökk.

úff þetta var bara erfitt. Ég er búin að hugsa og hugsa. En ég er búin að koma þessu frá mér.

Kveðja Eyrún

þriðjudagur, október 4

klukk

  1. Ég á ekki gul föt
  2. Þoli ekki suðið í ruglaðri stöð tvö - verð alveg galin
  3. Mér finnst kaffi gott
  4. Mér finnst gaman að lesa morðsögur
  5. Ég borða ekki hesta

kveðja Alda

p.s. ef einhver hefur ekki verið klukkaður.......klukk!

mánudagur, október 3

Klukk eða klikk!!!

Ég skil ekki alveg hvað er í gangi með þetta klukk...þetta er á hverri bloggsíðunni á fætur annarri og yfirleitt er fólk bara að bulla eitthvað, fólk er svo klikk...en svona til að vera með þá er best að ég skrifi einhver tilgangslaus atriði um mig...ég er nú líka "soldið" klikk...

1. ÉG HATA KETTI
2. Ég er 26 ára GÖMUL og ennþá með unglingabólur á nefinu
3. Ég vildi að ég ætti heima í sveit...eða ætti allavega sumarbústað
4. Ég kann ekki, veit ekki, skil ekki...og er í engum tengslum við efnið!!!
5. Ég elska að vera heima í ljótu fötunum mínum, teygjubuxum og víðum bol

...og þannig er nú það og þar sem að það er búið að klukka alla sem ég þekki þá bíður mín víst mikil óhamingja...svei þér Stína að hella þessari óhamingju yfir mig :o(

sunnudagur, október 2

Tupperware

Jæja þá er komið að mér að halda kynningu og reyna að pranga einhverju inn á ykkur... Það verður s.s. Tupperware kynning heima hjá mér á þriðjudagskvöldið kl. 20.00. Það væri nú gaman að sjá ykkur þar dúllurnar mínar :o)