Sultuklúbburinn...

...var stofnaður 4. oktober 2004.

fimmtudagur, janúar 19

Áskorun

Við undirrituð skorum á Siggu Gunnu að taka ,,þakka þér fyrir" draslið af tölvupóstinum sínum.

þriðjudagur, janúar 17

Bústaður og SKAUTAR

Þá er komið að því, bústaðarferðin nálgast óðfluga og fólk er komið með hlutverk fyrir ferðina. Það er allavega komin matarnefnd og skemmtinefnd :) Vildum einnig setja á fót þrifnaðarnefnd en ákváðum svo að það væri best að láta af allri stéttaskiptingu þar og gera það saman því það tæki minnstan tíma! Ég get allavega ekki beðið eftir því að láta letina taka yfirhöndina (þá leti sem ekki er enn komin fram á sjónarsviðið) og slaka á í heitum potti. Svo get ég ekki beðið eftir að deila rúmi með náttfatasálufélaganum mínum ;) hehehe

En það er annað mál á dagskrá! Hvenær eigum við að hafa skautadag klúbbsins? Ég veit að það eru nokkrir meðlimir sem geta ekki beðið eftir að mæta á skauta með fjölskyldurnar sínar!!! Komið endilega með uppástungu annars ákveð ég bara dagsetningu...

fimmtudagur, janúar 12

Hamingjuóskir :o)

Beztu hamingjuóskir fær hún Stína okkar fyrir að frábæra frammistöðu í EVÍ :o) Nú höfum við enn frekari ástæðu til þess að skemmta okkur ærlega á næstu helgi í bústaðarferð!!!

þriðjudagur, janúar 10

Skipulagsfundur!!!

Sælar stúlkur:)
Nú þegar skólinn er byrjaður og allir komnir HEIM þá er tími til kominn að huga að undirbúningi bústaðarferðarinnar. Mér flaug sú hugmynd í hug að bjóða ykkur heim, til dæmis á fimmtudaginn, til skrafs og ráðagerða. Endilega látið bara vita hvenær ykkur hentar að hittast, til dæmis með því að skrifa athugasemdir í comments hér á síðunni okkar eða á annan hátt:)
Með tilhlökkun Guðbjörg

mánudagur, janúar 2

Bústaðarferð

Jæja stelpur þá er komið að bústaðarferðinni:O)
...Það er búið að taka frá bústað með heitum potti helgina 21.-22. janúar svo nú verður hafist handa við undirbúning ferðarinnar en það er jú ýmislegt sem þarf að skipuleggja fyrir svona helgi ;o)