Sultuklúbburinn...

...var stofnaður 4. oktober 2004.

miðvikudagur, febrúar 15

Djammdrotningin býður til veislu

Jæja Stína er partý óð þessa dagana og því hefur verið ákveðið að blása til partýs á laugardagskvöldið. Í boði verða einning einhverjar veitingar og verður matseðill kvöldsins kynntur síðar. Staðsetning hefur heldur ekki endanlega verið ákveðin undir þennan fögnuð en mun hún að öllum líkindum verða annað hvort í Drekagilinu eða Hrísalundi. Gaman væri bara ef sem flestir sæju sér fært að mæta :o) Ég stefni allavega á að reyna að spara mig og fara ekkert út á föstudagskvöldið... vona að þið gerið það sama ;o)

þriðjudagur, febrúar 7

Bústaðarferðin

Ætlaði bara að þakka ykkur fyrir frábæra bústaðarferð um daginn ;) Einnig vil ég þakka Siggu fyrir að bregðast skjótt við áskoruninni hér að neðan!