Sultuklúbburinn...

...var stofnaður 4. oktober 2004.

mánudagur, mars 19

Leikhús

Sælar stúlkur.
Ég vildi bara láta vita að ég væri búin að hafa samband við leikhúsið og breyta miðunum okkar fyrir sýninguna á Lífið-notkunarreglur. "Yfirlit" yfir næstu sýningar má því sjá hér að neðan.

31. mars kl.19.00 Lífið-notkunarreglur
-athugið að sýningin er í Rýminu og frjálst sætaval.
-er ekki líka spurning um að kíkja síðan aðeins á kaffihús á eftir? Ná aðeins úr sér ritgerðarstressinu og tala um eitthvað SKEMMTILEGT!!!

3. apríl kl.20.00 Best í heimi
-gestasýning þessa leikárs


Vona bara að þessar breytingar valdi ykkur ekki neinum óþægindum... hlakka bara til að eiga kósý kvöldstundir með ykkur :o)

föstudagur, mars 16

Partý partý afmælispartý

Afmælispartí verður á heimili mínu klukkan hálf 5 í dag. Þið vitið hvar ég bý og þið vitið hvað mér finnst um stundvísi ;) Þemað í ár er það að það er ekkert þema, þið megið mæta í hverjum sem þið viljið og taka grísina með ykkur. Það var nefnilega hann Jóhannes í Bónus sem eyðilagði þemað sem ég var búin að ákveða. Best að ég segi ykkur þá frá þemanum sem ÁTTI að vera. Ég ætlaði sem sagt að hafa ísþema með fullt af ís og sósum og ískexi og hvað klikkaði? jú Jóhannes átti ekki vanilluís handa mér í gær! Bömmer.

föstudagur, mars 9

Er að heiman í dag!

Prinsessan okkar á afmæli í dag og er 25 ára, geri aðrir betur ;)
Hún er að heiman í dag þar sem hún fór að hitta vini sína í Marimekkolandi.
Við óskum henni allis hins besta og vonum þess að hún eigi góðan dag.
Sulturnar á Fróni