Sultuklúbburinn...

...var stofnaður 4. oktober 2004.

laugardagur, ágúst 25

Flutningar

Best að koma sér efst á síðuna :) Jæja, þá er Heiðan loksins að flytja en hún er að flytja í dag. Ég er búin að bíða lengi og hef keyrt landið þvert og endilangt til þess að komast í vinnu ja eða allt að því ef maður leggur vegalengdirnar saman.

Ég er búin að vera svakalega dugleg að ferðast í sumar fyrir ykkur sem hafa fylgst með blogginu, heimsótti meira að segja Sigríði á Ísafjörð sem var alveg snilldarferð, ja eins mikil snilld og allar mínar ferðir :) Já svo gisti ég líka í kántrýbæ, ég var að taka það út fyrir Guðbjörgu hvernig væri að sofa þarna! Það reyndist bara vel og held ég að hún sofi bara vel þarna líka :)

Já Heiðan flytur sem sagt í Birkihraun 6 í dag en það er austasta gatan (fyrir Siggu) í hverfinu. Heiða er líka komin með heimasíma en hann er eins og gsm númerið mitt nema það er 462 fyrir framan. Annars sendi ég ykkur bara póst um það!

Næsta mál á dagskrá, SÆLUHELGI Í SVEITINNI FYRIR ÖRMAGNA KENNARA! ég er laus allar helgar eftir 15 september held ég, hvenær eruð þið game? Ég er með NOKKUR aukaherbergi, húsið er 113 fm og því ætti ekki að væsa um okkur þarna ;) Jarðböðin eru við útidyrahurðina hjá mér og svo erum við svo gríðarleg skemmtilegar að við þurfum engin skemmtiatriði þannig að það hentar okkur vel að vera alone úti í sveit!

Svör óskast í kommentakerfið
  • hvenær hafið þið lausa helgi?
  • komið þið á föstudegi eða laugardegi? þ.e. ein eða tvær nætur?
upp með umræðurnar :)

föstudagur, ágúst 24

Til hamingju með daginn

Jæja þá er hún Aldan okkar orðin árinu eldri... Við óskum henni innilega til hamingju með daginn
Lengi lifi hún
HÚRRA
HÚRRA
HÚRRA!!!!

(P.S. þessi mynd náðist í heimilisfræðitíma í Giljaskóla í morgun... ;o) )

miðvikudagur, ágúst 22

Sælar elskurnar mínar

Jæja skvísur og mússur, þá er skólinn byrjaður hjá okkur mörgum, öllum nema Eyrúnu sem hlýtur að fara að verða ansi blómleg!
Mig langaði bara að skrifa nokkrar línur um mig og það sem ég er að gera og brjóta þannig ísinn. Nú er ég búin að vera í Oddeyrarskóla í vettvangsnámi í viku og það er bara rosalega gaman og spennandi. Ég kvíði aðeins fyrir æfingakennslunni og myndi þiggja öll ráð sem reyndir, starfandi kennarar eins og þið gefið :O) Svo fengum við Stínurnar úrskurð frá Guðmundi "Guði" Heiðari Frímannssyni um daginn varðandi leikskólakennaranámið okkar. Plaggið sem við fengum gildir en til stendur að setja reglur varðandi það að taka báðar brautir, nú í haust. Frábært! Þannig að ég tek þá bara 10 vikna vettvangsnám á leikskóla í byrjun næsta árs og klára það í mars að öllu óbreyttu! Ég sakna ykkar rosalega mikið og vona að það gangi vel hjá ykkur öllum. Sigga mínum fannst frábært að sjá Öldu í skólanum og Gústa líka, ætla að knúsa hana við tækifæri, alla vega sá yngri! :O)
Annars bið ég kærlega að heilsa ykkur öllum og sendi ykkur knús og koss!Kv. Turner.