Sultuklúbburinn...

...var stofnaður 4. oktober 2004.

þriðjudagur, maí 31

Helgin framundan!?!

Jæja dömur, núna erum við allar nema ein að læra fyrir próf og því finnst mér að við ættum að gera okkur einhvern dagamun um næstu helgi til að fagna próflokum í annað skipti auk þess að fagna komu Siggu á Akureyrina aftur. Er einhver með alveg brillijant hugmyndir að góðri helgi?????

mánudagur, maí 30

Hæ hæ gellur

Jæja, hérna sit ég eftir erfiðan vinnudag og reyni að læra. :( Þetta er ekki nógu sniðugt því ég er nú búin að læra nóg í dag. Þetta er miklu flóknari vinna en ég bjóst við þannig að heilasellurnar eru allar farnar að sofa eftir átök dagsins. En ætli það sé ekki best að reyna að vekja nokkrar og reikna eins og eitt tvö dæmi snöggvast.

Baráttukveðjur til ykkar sem eruð í sömu sporum. :)
Kveðja Eyrún

laugardagur, maí 28

Vika 1

Þá er fyrstu vinnuvikunni lokið og komið langþráð helgarfrí, en hvernig ætla ég að verja því? Mig myndi langa ótrúlega mikið til þess að gera ekki neitt en það er víst ekki í boði núna, núna gildir bara að fara að læra fyrir próf í EVÍ sorglegt en satt. Maður lætur það nú ekki á sig fá heldur brosir maður bara framaní bækurnar og segir ég get-ég skal-ég vil-ég ætla ekki satt? Núna gildir það bara að læra allar skilgreiningar, allt um sólina og síðast en ekki síst að troða því inn í hausinn að hafa einingar á öllum svörum því það er víst dregið niður um 0,5 fyrir hverja einingu sem gleymist og það geta verið dýrkeypt stig þegar á heildina er litið!!! Jæja er hætt þessu rausi hérna í bili, ætla að fara að sökkva mér í bækurnar, gangi ykkur bara vel með það líka dúllurnar mínar :)

miðvikudagur, maí 18

Bara snilld :)

Jæja núna er ég orðin svona mögnuð sko. Farin að blogga og allt. En ég fékk nú líka góða hjálp. Þannig að núna get ég dundað við þetta í sumar. En ætli ég láti þetta samt ekki bara duga í bili. Varð bara að deila þessu með ykkur.
Kveðja Eyrún.

mánudagur, maí 16

Titlar kvöldsins alræmda!

Ég skelli hérna inn titlunum í stafrófsröð án nokkura útskýringa, fólk verður bara að geta í eyðurnar!

Ljósmyndafyrirsætan - Heiða
Nýjasti meðlimurinn - Eyrún
Oreblustúlkan - Guðbjörg
Séð og heyrt stúlkan - Sigga
Sportstúlkan - Stína
Vinsælasta stúlkan - Alda

sunnudagur, maí 15

Prófin búin!!!

Jæja stelpur, maður er bara strax farin að sakna ykkar allra.
Vildi bara þakka fyrir alla hjálpina og stuðninginn á önninni sem er að líða hjá...
Þið eruð algjörir snillingar og án ykkar væri skólinn ekkert skemmtilegur.
Til hamingju með að vera búnar í prófunum og ég hlakka til að hitta ykkur næst!!
:O)
Knús og kram, Stænerinn....

Smá öppdeit!!!

Jæja, þá er hinu magnaða kvöldi okkar lokið og var það alveg geggjað stuð (við hverju er að búast?) Gjörningur kvöldsins var poppað handa Öldu og stóðu Guðbjörg og Aðalheiður að því :)
Síðan var komið að spili kvöldsins, búið var að útbúa ótal spurningar sem tengdust sögu landsins (vegna aðvífandi prófs) og voru þær efnislegar og ártalatengdar og óhætt er að segja að við höfum hrokkið í gírinn. Þá var einnig liður í spilinu sem nefndist "er einhver hér frá..." og tengist efni SAS tíma frá liðnum vetri til heiðurs honum Braga okkar. Þá var einnig komið að verðlaunaafhendingu og var þar ótal titlum dreift út og allir urðu mjög snortnir af verðlaununum. Nýr meðlimur var vígður
i klúbbinn, það er hún Eyrún okkar og kom það henni mjög á óvart enda contributorar búnir að fara ótrúlega hratt yfir umsóknir sem hafa hrannast inn. Þeri hafa gefið sér tíma til þess þrátt fyrir miklar annir við próflestur!
Ég vil nota tækifærið og biðja aðalfólk klúbbsins að slengja inn titlum og nafni þeirra sem unnu verðlaunin.
Nóg í bili, nýjar myndir af glæstum meðlimum vors klúbbs komnar inn! :O)
Venlig hilsen, Turner.


Hér er hún Sigga okkar (Ísfirðingur og hörkumeðlimur) mætt í spilið...liði hennar...auðvitað Stanley :O) Posted by Hello


Okkur var skipt í lið til að spila hið magnaða "Heiðuspil", hér er Thule liðið...Eyrún(newest member), Heiða(contributor) og Stína(4.meðlimur klúbbsins) Posted by Hello


Hér var gjörningur kvöldsins mikla! Posted by Hello

föstudagur, maí 6

Afmæliskveðja og nýr meðlimur!

Það vill nú svo vel til að tveir meðlimir Sultuklúbbsins eiga afmæli í dag þann 6. maí.
Af því tilefni var kökuveisla og meððí í dag og svo áframhaldandi skemmtun núna í kvöld, tóm gleði og gaumur.
Þessar tvær yndisfríðu og geðgóðu dömur eru: Guðbjörg, contributor með fleiru og Sigga Stanley frá Ísó. Óskum við þeim innilega til hamingju með daginn og megi þær lengi lifa þessar elskur!!

Eins og kunnugt er hefur umsóknum um aðild að klúbbnum rignt inn og bissý meðlimir hafa gefið sé tíma til að leyfa einum nýjum, verðugum meðlim að fá inngöngu. Stúlkan sú heitir Eyrún Anna Finnsdóttir og er vel að aðild komin, hefur sýnt með mikilli vinnu, krúttleika, almennilegheitum og smjaðri að hún er frábært Sultuklúbbsefni og mun hún vígjast í klúbbinn í kvöld!!
Til hamingju elsku Eyrún okkar!!
(Munum setja inn fréttir af kvöldinu okkar seinna ásamt greinargóðri lýsingu á "gjörningi" kvöldins)

Kossar og knús fyrir hönd klúbbsins, Stæner Turner hirðfífl með fleiru. :O)

þriðjudagur, maí 3

Allt gott...
...að frétta af klúbbmeðlimum, þeir eru sveittir í próflestri (en þrífa sig þó) en sinna þó stjórnunarstörfum og hafa tekið til athugunar eitthvað af umsóknum sem hefur rignt inn þessa dagana um inngöngu í klúbbinn. Eins og áður sagi hefur umsóknum rignt inn og erum við í pásu núna frá stærðfræðinni til þess að velja og hafna þeim umsóknum sem hafa borist. Einnig erum við að taka til umræðu agabrot hjá nokkrum meðlimum. Það mun koma fram á næstu dögum hvort einhverjir verða látnir fjúka í stað þeirra sem teknir verða inn, því það er ekki góður klúbbur nema samstaða sé innan hans. New about it LATER!

Contibutorinn, Vara Contributorinn og þernan aka vinsælasta stúlkan...